Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:58 Glódís Perla átti sigurinn svo sannarlega skilinn. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53 Íþróttamaður ársins Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53
Íþróttamaður ársins Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti