Akureyringar eins og beljur að vori Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 14:00 Brekkur Hlíðarfjalls eru loksins opnar. Vísir/Tryggvi Skíðabrekkur Hlíðarfjalls á Akureyri voru í morgun opnaðar í fyrsta sinn í vetur. Snjóleysi í fjallinu hefur verið skíðafólki fyrir norðan til vandræða. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir svæðið strax vera pakkfullt. Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar. Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Veðrið hefur ekki verið með skíðafólki á Akureyri í liði þennan veturinn. Lítil sem engin snjókoma, með hlýindum inni á milli, hefur sett strik í reikninginn og ekki var hægt að opna brekkur Hlíðarfjalls í desember líkt og venjan er. Í dag var þó mikill gleðidagur þegar fjallið var opnað í fyrsta sinn þennan veturinn. Mikil aðsókn fyrsta dag opnunar Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, var sjálfur á leið á skíði þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það er stilla og átta stiga frost. Gott skíðafæri og mikil aðsókn. Mér sýnist bílaplanið vera fullt,“ segir Brynjar. Margir að nýta sér þennan fyrsta dag? „Já, eins og beljur að vori.“ Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.Skjáskot Óvenjulegur vetur Snjóframleiðsla hefur verið í gangi í fjallinu í fjörutíu daga til að flýta fyrir opnuninni. „Um leið og það koma framleiðsluaðstæður, þá höfum við verið með sólarhringsvaktir. Við höfum sjaldan þurft að framleiða jafn mikið. Við lentum líka í því að vera búin að framleiða en þá kom hiti og tók upp slatta af snjó, þannig þetta er búið að vera óvenjulegt að því leytinu til,“ segir Brynjar. Skíðaþyrstir geta skellt sér norður á Akureyri næstu fjóra mánuðina eða svo. „Þetta er bara það sem þarf yfir vetrarmánuðina. Þegar myrkrið er, þá þarf þessa afþreyingu. Hún er svo skemmtileg,“ segir Brynjar.
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira