Lífið

Illa vegið að ís­lenskum bjór

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Alexandra lét fara vel um sig í pottinum þó kalt væri.
Alexandra lét fara vel um sig í pottinum þó kalt væri.

Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario eyddi áramótunum á Íslandi. Hún skellti sér í heita pottinn umkringd íslensku fannfergi og bakaði brauð á hverasvæði svo fátt eitt sé nefnt. Hún fékk þó ekki ýkja sérstakar ráðleggingar um íslenska bjórinn.

Þetta má sjá á samfélagsmiðlinum Instagram. Daddario er þekktust fyrir hlutverk sitt í fyrstu seríunni af White Lotus og hefur auk þess leikið í kvikmyndum líkt og Baywatch, San Andreas og Hall Pass.

Á samfélagsmiðlinum má sjá Daddario heilsa upp á íslenskan hest og gefa honum að borða. Hesturinn mjög ákafur svo Daddario var vel skemmt. Leikkonan eignaðist barn nýverið með eiginmanni sínum Andrew Form.

Leikkonan varð auk þess vitni að magnaðri norðurljósadýrð. Þá virðist Daddario ekki hafa fengið að heyra neitt sérstaklega góða hluti um íslenska bjórinn miðað við samtal sem hún virðist hafa átt við einhvern hér á landi og vísar til í færslu sinni. 

„Hver er besti bjórinn sem þið eigið á Íslandi?“ skrifar Daddario í gæsalöppum við færsluna. Svarið skrifar hún einnig. „Fyrir hann þá þyrftirðu að fara út á flugvöll og fljúga til Þýskalands.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.