Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2025 11:43 Fólk streymir eflaust í brekkurnar á Hlíðafjalli um helgina. Til stendur að opna skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Gangi allt eftir verður opið frá tíu til þrjú. vísir/tryggvi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga. Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum. Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum.
Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira