Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 07:33 Lögreglumenn athafna sig á vettvangi skotárásarinnar Í Cetinje í Svartfjallalandi á nýársdag. Cetinje er smábær um 36 kílómetra vestur af höfuðborginni Podgorica. AP/Risto Bozovic Karlmaður á fimmtugsaldri sem skaut tólf manns til bana í smábæ í Svartfjallalandi á nýársdag svipti sig lífi eftir að lögreglumenn króuðu hann af. Forsætisráðherra landsins segir til greina koma að banna skotvopn í landinu í kjölfar fjöldamorðsins. Lögregla segir að Aleksandar Martinovic hafi gert tilraun til þess að svipta sig lífi nærri heimili sínu í bænum Cetinje þegar hann sá sér ekki lengur undankomu auðið. Hann hafi látist á leiðinni á sjúkrahús. Martinovic lagði á flótta eftir að hann hóf skothríð og skaut fjóra til bana á veitingahúsi í Cetinje í gær. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi síðan farið á þrjá aðra staði og skotið þar átta manns til bana til viðbótar, þar á meðal tvö börn. Martinovic er sagður hafa drukkið ótæpilega áður en morðæðið rann á hann. Til handalögmála hafi komið á veitingahúsinu við aðra viðskiptavini. Hann hafi farið heim til sín, sótt þangað skotvopn og svo snúið aftur á veitingastaðinn þar sem hann hóf skothríð. Lögregla telur ekki að árásin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að fjöldaskotárásir séu tiltölulega fátíðar í Svartfjallalandi féllu ellefu manns í Cetinje, þar á meðal tvö börn og byssumaðurinn sjálfur, í skotárás árið 2022. Vopnalöggjöfin í landinu er sögð ströng en Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir koma til greina að herða skilyrði fyrir vopnaeign og burði. Hann útilokar ekki að skotvopn verði bönnuð alfarið. Fréttin var uppfærð eftir að tala látinna hækkaði úr tíu í tólf. Svartfjallaland Erlend sakamál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Lögregla segir að Aleksandar Martinovic hafi gert tilraun til þess að svipta sig lífi nærri heimili sínu í bænum Cetinje þegar hann sá sér ekki lengur undankomu auðið. Hann hafi látist á leiðinni á sjúkrahús. Martinovic lagði á flótta eftir að hann hóf skothríð og skaut fjóra til bana á veitingahúsi í Cetinje í gær. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi síðan farið á þrjá aðra staði og skotið þar átta manns til bana til viðbótar, þar á meðal tvö börn. Martinovic er sagður hafa drukkið ótæpilega áður en morðæðið rann á hann. Til handalögmála hafi komið á veitingahúsinu við aðra viðskiptavini. Hann hafi farið heim til sín, sótt þangað skotvopn og svo snúið aftur á veitingastaðinn þar sem hann hóf skothríð. Lögregla telur ekki að árásin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þrátt fyrir að fjöldaskotárásir séu tiltölulega fátíðar í Svartfjallalandi féllu ellefu manns í Cetinje, þar á meðal tvö börn og byssumaðurinn sjálfur, í skotárás árið 2022. Vopnalöggjöfin í landinu er sögð ströng en Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, segir koma til greina að herða skilyrði fyrir vopnaeign og burði. Hann útilokar ekki að skotvopn verði bönnuð alfarið. Fréttin var uppfærð eftir að tala látinna hækkaði úr tíu í tólf.
Svartfjallaland Erlend sakamál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira