Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar 30. desember 2024 19:00 Bókin „Undirgefni” eftir franska rithöfundinn Michel Houellebecq eða „Soumission” eins og hún nefnist á frummálinu, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, eiginlega áður en nokkur maður hafði lesið hana. Það vildi nefnilega svo óheppilega til að skáldsagan, sem allir héldu að fjallaði fyrst og fremst um Íslam í Frakklandi, kom út þann 7. janúar 2015, daginn sem íslamskir hryðjuverkamenn réðust inn í á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo, myrtu tólf manns og slösuðu tíu. Bókarinnar hafði reyndar verið beðið með bæði ótta og eftirvæntingu, enda hefur Houellebecq verið þekktur fyrir að ögra með verkum sínum. Að þessu sinni var tímasetningin svo óheppileg að höfundurinn hrökklaðist í felur. Titill skáldsögunnar vísar í Íslam sem þýðir einmitt undirgefni en hann er þó margræður. Þó skáldsagan fjalli um yfirtöku múhameðstrúarmanna á Frakklandi í nálægri framtíð, þá er bókin ekki um Íslam nema að litlu leyti og Houllebeqc hæðist hvorki að trúarbrögðunum né gagnrýnir þau með beinum hætti. Sagan fjallar öllu heldur um hvernig afstæðishyggja og sinnuleysi skilja hinn frjálslynda vestræna nútímamann óvarinn fyrir sér róttækari og staðfastari öflum. Aðalsöguhetja „Undirgefni” er frekar dæmigerð fyrir Houellebecq sögu. Francois er þunglyndur háskólaprófessor sem á stuttum ástarsamböndum við unga nemendur sína og kemur litlu í verk í háskóla þar sem yfirmaður hans er snoðklippt kona, hámenntaður kynjafræðingur sem nýtur þess að niðurlægja karlmenn kynferðislega. Francois er á miðjum aldri og reiknar með því að með sígandi pungi munu ástarævintýrin, og þar með sú litla gleði sem hann upplifir ennþá, brátt líða undir lok. Þegar frambjóðandi múslima sigrar Marine Le Pen í forsetakosningunum og gerir Frakkland að múslímaríki stuttu síðar, þá eru öllum karlmönnum sem játa ekki múhameðstrú bannað að kenna og allar konur eru gerðar að húsfrúm. Francois horfir upp á karlkyns samstarfsmenn sína, frjálslynda, vinstrisinnaða háskólamenn, taka múhameðstrú en þeim er með því ekki aðeins lofað öruggri vinnu til frambúðar, heldur einnig því sem þeir þrá heitast af öllu - fjölkvæni með stelpum á táningsaldri. Snoðaða yfirkonan hverfur og yfirmaður Francois er nú nýbakaður trúskiptingur sem stærir sig af fimmtán ára eiginkonu sinni. Nú er fokið í flest skjól, allur efi og ótti Francois hverfur eins og dögg fyrir sólu og hann snýst til hinnar nýju ríkistrúar - undirgefinn hinum nýju herrum, líkt og hann var undirgefinn hinum gömlu. Það er tilviljun ein sem ræður því að hann uppsker betur undir hinum nýja drottnara en þeim gamla. Sá óumburðarlyndi sigrar Í bók sinni „Skin in The Game” skrifaði tölfræðingurinn Nassim Nicholas Taleb um það hvernig lítill og staðfastur minnihluti getur stjórnað heilu samfélagi og nefnir þar t.d sem dæmi hvernig trúarhópar sem leggja sér ekki ákveðnar fæðutegundir til munns, geta orðið til þess að allar merkingar á vörum eru gerðar með þá í huga. Hann bendir einnig á hvernig kristni breiddist út í Rómarveldi á ógnarhraða sökum þess hversu staðfastir kristnir menn voru í sinni trú. Samkvæmt þessari kenningu skiptir litlu máli hversu stór hópurinn er - aðeins hversu hart hann gengur fram, og hversu ósveigjanlegur hann sé. Sagan er sneisafull af slíkum dæmum og við þekkjum auðvitað mörg slík vel úr samtímanum. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup þjóðkirkjunnar, fjallaði um það í jólapredikun sinni hvernig kristinni trú hefur á síðustu árum verið ýtt út úr samfélaginu. Hún sagði m.a: „Fyrir nokkrum árum byrjuðum við smátt og smátt að fjarlægja trú úr almannarými á Íslandi. Almannarýmið átti að verða hlutlaust rými en trúin átti að búa í kirkjum og á heimilum, verða einkamál fólks. Þetta hófst með umræðu um samskipti skóla og kirkju, sem var í raun mikilvæg í samfélagi sem var að breytast. Þetta leiddi m.a. til þess að smám saman urðum við feimin við að ræða trú og trúmál á almannafæri. Trú varð feimnismál,“ Hún sagði einnig að Guðleysi væri ekki hlutleysi. Það er óhætt að taka undir hvert orð. Guðlaust rými er allt annað en hlutlaust. Fámennur, staðfastur og óumburðarlyndur hópur fékk sínu fram, ýtti kristni út á jaðarinn, og traðkaði yfir tómarúmið sem myndaðist á eftir, með slæmum afleiðingum fyrir samfélagið allt. Trúlausir kristnir menn En hvernig gat þetta gerst? Hvers vegna eru kristnir menn ofurseldir því að trú þeirra sé ýtt út á jaðar samfélagsins og jafn máttlausir í mótstöðu og raun ber vitni? Í fyrirlestri sínum í Regensburg árið 2006, fjallaði hans heilagleiki Benedikt XVI páfi m.a um það hvernig frjálslynd guðfræði nítjándu og tuttugustu aldar hafi valdið miklum skaða, og þá sérstaklega guðfræði Adolfs von Harnack. Sú guðfræði lagði áherslu á manninn Jesú Krist sem siðspeking þ.e þá hugmynd að Kristur væri fyrst og fremst faðir húmanísks boðskapar og gæti því runnið fullkomlega saman við nútíma rökhyggju og vísindalegar framfarir. Með slíkum áherslum væri hægt að frelsa kristnina frá öllum heimspekilegum og guðfræðilegum vangaveltum og þá sérstaklega þeirri hugmynd að Kristur væri guðdómlegur og hluti af heilagri þrenningu. Með öðrum orðum ætti að aðlaga Guð að tíðarandanum en ekki öfugt. Afleiðingar slíkrar hugmyndafræði, sem hefur verið afar áberandi á Íslandi, ekki síst innan þjóðkirkjunnar, eru þær að kristnir menn enda eins og söguhetjan Francois í skáldsögu Houellebecq: ofurseldir þeim sem hafa viljann til að drottna yfir þeim á hverjum tíma. Það er nefnilega engin staðfesta fólgin í því að trúa á siðspekinginn Krist, aðeins hinn guðdómlega. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Bókin „Undirgefni” eftir franska rithöfundinn Michel Houellebecq eða „Soumission” eins og hún nefnist á frummálinu, olli töluverðu fjaðrafoki þegar hún kom út, eiginlega áður en nokkur maður hafði lesið hana. Það vildi nefnilega svo óheppilega til að skáldsagan, sem allir héldu að fjallaði fyrst og fremst um Íslam í Frakklandi, kom út þann 7. janúar 2015, daginn sem íslamskir hryðjuverkamenn réðust inn í á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo, myrtu tólf manns og slösuðu tíu. Bókarinnar hafði reyndar verið beðið með bæði ótta og eftirvæntingu, enda hefur Houellebecq verið þekktur fyrir að ögra með verkum sínum. Að þessu sinni var tímasetningin svo óheppileg að höfundurinn hrökklaðist í felur. Titill skáldsögunnar vísar í Íslam sem þýðir einmitt undirgefni en hann er þó margræður. Þó skáldsagan fjalli um yfirtöku múhameðstrúarmanna á Frakklandi í nálægri framtíð, þá er bókin ekki um Íslam nema að litlu leyti og Houllebeqc hæðist hvorki að trúarbrögðunum né gagnrýnir þau með beinum hætti. Sagan fjallar öllu heldur um hvernig afstæðishyggja og sinnuleysi skilja hinn frjálslynda vestræna nútímamann óvarinn fyrir sér róttækari og staðfastari öflum. Aðalsöguhetja „Undirgefni” er frekar dæmigerð fyrir Houellebecq sögu. Francois er þunglyndur háskólaprófessor sem á stuttum ástarsamböndum við unga nemendur sína og kemur litlu í verk í háskóla þar sem yfirmaður hans er snoðklippt kona, hámenntaður kynjafræðingur sem nýtur þess að niðurlægja karlmenn kynferðislega. Francois er á miðjum aldri og reiknar með því að með sígandi pungi munu ástarævintýrin, og þar með sú litla gleði sem hann upplifir ennþá, brátt líða undir lok. Þegar frambjóðandi múslima sigrar Marine Le Pen í forsetakosningunum og gerir Frakkland að múslímaríki stuttu síðar, þá eru öllum karlmönnum sem játa ekki múhameðstrú bannað að kenna og allar konur eru gerðar að húsfrúm. Francois horfir upp á karlkyns samstarfsmenn sína, frjálslynda, vinstrisinnaða háskólamenn, taka múhameðstrú en þeim er með því ekki aðeins lofað öruggri vinnu til frambúðar, heldur einnig því sem þeir þrá heitast af öllu - fjölkvæni með stelpum á táningsaldri. Snoðaða yfirkonan hverfur og yfirmaður Francois er nú nýbakaður trúskiptingur sem stærir sig af fimmtán ára eiginkonu sinni. Nú er fokið í flest skjól, allur efi og ótti Francois hverfur eins og dögg fyrir sólu og hann snýst til hinnar nýju ríkistrúar - undirgefinn hinum nýju herrum, líkt og hann var undirgefinn hinum gömlu. Það er tilviljun ein sem ræður því að hann uppsker betur undir hinum nýja drottnara en þeim gamla. Sá óumburðarlyndi sigrar Í bók sinni „Skin in The Game” skrifaði tölfræðingurinn Nassim Nicholas Taleb um það hvernig lítill og staðfastur minnihluti getur stjórnað heilu samfélagi og nefnir þar t.d sem dæmi hvernig trúarhópar sem leggja sér ekki ákveðnar fæðutegundir til munns, geta orðið til þess að allar merkingar á vörum eru gerðar með þá í huga. Hann bendir einnig á hvernig kristni breiddist út í Rómarveldi á ógnarhraða sökum þess hversu staðfastir kristnir menn voru í sinni trú. Samkvæmt þessari kenningu skiptir litlu máli hversu stór hópurinn er - aðeins hversu hart hann gengur fram, og hversu ósveigjanlegur hann sé. Sagan er sneisafull af slíkum dæmum og við þekkjum auðvitað mörg slík vel úr samtímanum. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup þjóðkirkjunnar, fjallaði um það í jólapredikun sinni hvernig kristinni trú hefur á síðustu árum verið ýtt út úr samfélaginu. Hún sagði m.a: „Fyrir nokkrum árum byrjuðum við smátt og smátt að fjarlægja trú úr almannarými á Íslandi. Almannarýmið átti að verða hlutlaust rými en trúin átti að búa í kirkjum og á heimilum, verða einkamál fólks. Þetta hófst með umræðu um samskipti skóla og kirkju, sem var í raun mikilvæg í samfélagi sem var að breytast. Þetta leiddi m.a. til þess að smám saman urðum við feimin við að ræða trú og trúmál á almannafæri. Trú varð feimnismál,“ Hún sagði einnig að Guðleysi væri ekki hlutleysi. Það er óhætt að taka undir hvert orð. Guðlaust rými er allt annað en hlutlaust. Fámennur, staðfastur og óumburðarlyndur hópur fékk sínu fram, ýtti kristni út á jaðarinn, og traðkaði yfir tómarúmið sem myndaðist á eftir, með slæmum afleiðingum fyrir samfélagið allt. Trúlausir kristnir menn En hvernig gat þetta gerst? Hvers vegna eru kristnir menn ofurseldir því að trú þeirra sé ýtt út á jaðar samfélagsins og jafn máttlausir í mótstöðu og raun ber vitni? Í fyrirlestri sínum í Regensburg árið 2006, fjallaði hans heilagleiki Benedikt XVI páfi m.a um það hvernig frjálslynd guðfræði nítjándu og tuttugustu aldar hafi valdið miklum skaða, og þá sérstaklega guðfræði Adolfs von Harnack. Sú guðfræði lagði áherslu á manninn Jesú Krist sem siðspeking þ.e þá hugmynd að Kristur væri fyrst og fremst faðir húmanísks boðskapar og gæti því runnið fullkomlega saman við nútíma rökhyggju og vísindalegar framfarir. Með slíkum áherslum væri hægt að frelsa kristnina frá öllum heimspekilegum og guðfræðilegum vangaveltum og þá sérstaklega þeirri hugmynd að Kristur væri guðdómlegur og hluti af heilagri þrenningu. Með öðrum orðum ætti að aðlaga Guð að tíðarandanum en ekki öfugt. Afleiðingar slíkrar hugmyndafræði, sem hefur verið afar áberandi á Íslandi, ekki síst innan þjóðkirkjunnar, eru þær að kristnir menn enda eins og söguhetjan Francois í skáldsögu Houellebecq: ofurseldir þeim sem hafa viljann til að drottna yfir þeim á hverjum tíma. Það er nefnilega engin staðfesta fólgin í því að trúa á siðspekinginn Krist, aðeins hinn guðdómlega. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar