Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 17:37 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður, er hér í forgrunni. Vísir/Vilhelm Stjórn Heimdallar, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir nýjan raunveruleika blasa við í stjórnmálum hér á landi og að ekki eigi að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þegar landsfundinum sem átti að halda í haust var frestað til febrúar hafi sömu forsendur um veðurfar á Íslandi í febrúar legið fyrir og gera nú. Um nýliðna helgi hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem að óbreyttu á að fara fram í lok febrúar. Meðal annars hefur verið talað um að gera það vegna möguleika á slæmri færð á þeim árstíma. Í ályktun sem stjórn Heimdallar samþykkti í dag segir einnig að landsfundir flokksins hafi áður verið haldnir í febrúar og það séu því engin nýmæli. „Heimdellingar biðla til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að fresta ekki landsfundinum 28. febrúar - 2. mars,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nýr raunveruleiki blasi við í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn sé í fyrsta sinn í meira en áratug í stjórnarandstöðu eftir að hafa fengið minnsta fylgi í sögu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Hins vegar hafi mikið af öflugu og sérstaklega ungu fólki komið inn í flokksstarfið í baráttunni og núna sé tíminni fyrir sjálfstæðismenn að koma saman, stilla saman strengi sína og marka upphafið í stjórnarandstöðu. Í ályktuninni kemur einnig fram að undirbúningur fyrir málefnastarf sé forsvaranleg afsökun fyrir frestun landsfundar. Eðlilegra væri að miðstjórn gæfi aukinn frest fyrir skil frá málefnanefndum en að fresta fundinum í annað skipti. Fordæmi hafi verið gefið fyrir slíkum breytingum á reglum flokksins í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Skiptar skoðanir um mögulega frestun landsfundar hafa verið látnar flakka um helgina og hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins jafnvel verið sakaðir um „baktjaldamakk“. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24 „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Um nýliðna helgi hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem að óbreyttu á að fara fram í lok febrúar. Meðal annars hefur verið talað um að gera það vegna möguleika á slæmri færð á þeim árstíma. Í ályktun sem stjórn Heimdallar samþykkti í dag segir einnig að landsfundir flokksins hafi áður verið haldnir í febrúar og það séu því engin nýmæli. „Heimdellingar biðla til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að fresta ekki landsfundinum 28. febrúar - 2. mars,“ segir í ályktuninni. Þar segir að nýr raunveruleiki blasi við í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn sé í fyrsta sinn í meira en áratug í stjórnarandstöðu eftir að hafa fengið minnsta fylgi í sögu flokksins í nýafstöðnum kosningum. Hins vegar hafi mikið af öflugu og sérstaklega ungu fólki komið inn í flokksstarfið í baráttunni og núna sé tíminni fyrir sjálfstæðismenn að koma saman, stilla saman strengi sína og marka upphafið í stjórnarandstöðu. Í ályktuninni kemur einnig fram að undirbúningur fyrir málefnastarf sé forsvaranleg afsökun fyrir frestun landsfundar. Eðlilegra væri að miðstjórn gæfi aukinn frest fyrir skil frá málefnanefndum en að fresta fundinum í annað skipti. Fordæmi hafi verið gefið fyrir slíkum breytingum á reglum flokksins í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. Skiptar skoðanir um mögulega frestun landsfundar hafa verið látnar flakka um helgina og hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins jafnvel verið sakaðir um „baktjaldamakk“.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24 „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. 29. desember 2024 19:01
Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. 29. desember 2024 14:24
„Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51