„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. desember 2024 14:30 Mikil snjókoma var í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Mynd úr safni. vísir/vilhelm „Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“ Þetta segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við Vísi um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í dag. Snjóþekja og skafrenningur setti svip sinn á borgina í morgun og var færðinni ábótavant vegna þessa þegar höfuðborgarbúar gerðu sig búna til ferðar í morgunsárið. Búist er við að veður versni aftur í kvöld og í fyrramálið og er biðlað til vegfarenda að hafa varann á. Fjögur til fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Meirihluti þeirra sem lendi í minniháttar óhöppum leiti til arekstur.is en ekki lögreglunnar. Spurður hvort ökumenn hafi farið óvarlega í umferðinni í dag segir Hörður: „Það hafa ekki verið neinir harðir árekstrar. Við höfðum afskipti af einum sem að var á fjórhjóladrifnum bíl og hann var út um allt. Hann var að keyra óvarlega og var að keyra hratt. Hann var á vitlausum stað í rauninni.“ Hann segir þó að flestir fái ekki tækifæri til að aka of hratt og bendir á að oft myndist umferðarteppa þegar veðrið er með þessum hætti. Illa útbúnir bílar á verri dekkjum en aðrir hægi þá á umferðinni. „Þeir eru þá bara fastir í einhverri röð. Fólk er kannski ekki á sumardekkjum en menn eru kannski á heilsársdekkjum og svo gleyma þeir að þvo tjöruna af og þá verða þessi dekk ansi sleip, það er mjög gott að fá sér tjöruhreinsi og setja á dekkin og þá verða þau miklu stamari og skemmtilegri. Það eru mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli.“ Eru einhver skilaboð sem þú myndir vilja koma áleiðis til vegfarenda fyrir morgundaginn? „Bara að fara varlega og fara hægt yfir. Hraðinn er okkar mesti óvinur í þessum aðstæðum. Ég vil brýna fyrir fólki að sýna þolinmæði. Það eru náttúrulega áramót, áfengi og akstur fer aldrei saman og það er gott að hnykkja á því. “ Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Þetta segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við Vísi um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í dag. Snjóþekja og skafrenningur setti svip sinn á borgina í morgun og var færðinni ábótavant vegna þessa þegar höfuðborgarbúar gerðu sig búna til ferðar í morgunsárið. Búist er við að veður versni aftur í kvöld og í fyrramálið og er biðlað til vegfarenda að hafa varann á. Fjögur til fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Meirihluti þeirra sem lendi í minniháttar óhöppum leiti til arekstur.is en ekki lögreglunnar. Spurður hvort ökumenn hafi farið óvarlega í umferðinni í dag segir Hörður: „Það hafa ekki verið neinir harðir árekstrar. Við höfðum afskipti af einum sem að var á fjórhjóladrifnum bíl og hann var út um allt. Hann var að keyra óvarlega og var að keyra hratt. Hann var á vitlausum stað í rauninni.“ Hann segir þó að flestir fái ekki tækifæri til að aka of hratt og bendir á að oft myndist umferðarteppa þegar veðrið er með þessum hætti. Illa útbúnir bílar á verri dekkjum en aðrir hægi þá á umferðinni. „Þeir eru þá bara fastir í einhverri röð. Fólk er kannski ekki á sumardekkjum en menn eru kannski á heilsársdekkjum og svo gleyma þeir að þvo tjöruna af og þá verða þessi dekk ansi sleip, það er mjög gott að fá sér tjöruhreinsi og setja á dekkin og þá verða þau miklu stamari og skemmtilegri. Það eru mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli.“ Eru einhver skilaboð sem þú myndir vilja koma áleiðis til vegfarenda fyrir morgundaginn? „Bara að fara varlega og fara hægt yfir. Hraðinn er okkar mesti óvinur í þessum aðstæðum. Ég vil brýna fyrir fólki að sýna þolinmæði. Það eru náttúrulega áramót, áfengi og akstur fer aldrei saman og það er gott að hnykkja á því. “
Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira