Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Aron Guðmundsson skrifar 30. desember 2024 11:32 Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands og Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, segir þrjú landslið vera líklegri en önnur til að standa uppi sem heimsmeistari á komandi stórmóti í janúar. Alfreð setur Ísland og Þýskaland í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim líklegustu. Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Alfreð að því hvort það þýddi að gullverðlaunin kæmu á komandi heimsmeistaramóti. Alfreð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú landslið sem eru á toppnum. Danska landsliðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Hansen (sem hættu eftir Ólympíuleikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska landsliðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“ Alfreð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýskaland. „Króatía, Ísland, Noregur og jafnvel Egyptaland. Ég sé króatíska landsliðið sem eitt af líklegustu liðunum til afreka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Alfreð en Íslendingurinn Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.“ Aðspurður um markmið þýska landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti hafði Alfreð þetta að segja en Þýskaland er í Evrópuriðli með landsliðum Tékklands, Póllands og Sviss: „Fyrsta markmið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúrslit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíuleikunum sýndi mínum leikmönnum að þeir geta unnið þessi svokölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálfstraust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Alfreð að því hvort það þýddi að gullverðlaunin kæmu á komandi heimsmeistaramóti. Alfreð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú landslið sem eru á toppnum. Danska landsliðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Hansen (sem hættu eftir Ólympíuleikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska landsliðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“ Alfreð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýskaland. „Króatía, Ísland, Noregur og jafnvel Egyptaland. Ég sé króatíska landsliðið sem eitt af líklegustu liðunum til afreka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Alfreð en Íslendingurinn Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.“ Aðspurður um markmið þýska landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti hafði Alfreð þetta að segja en Þýskaland er í Evrópuriðli með landsliðum Tékklands, Póllands og Sviss: „Fyrsta markmið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúrslit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíuleikunum sýndi mínum leikmönnum að þeir geta unnið þessi svokölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálfstraust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni