Körfubolti

Grind­víkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, kemur mikið við sögu í þáttunum Grindavík.
Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, kemur mikið við sögu í þáttunum Grindavík. stöð 2 sport

Í heimildaþáttaröðinni Grindavík lýsa bæjarbúar meðal annars upplifun sinni af hinum örlagaríka degi, 10. nóvember 2023, þegar þeir þurftu að flýja heimili sín.

Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Fyrsti þátturinn verður sýndur í opinni dagskrá klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld.

Í fyrsta þættinum er meðal annars farið yfir aðdragandann að 10. nóvember og svo daginn sjálfan þegar Grindavíkurbær var rýmdur.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég missi kúlið,“ sagði Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, þegar hann rifjaði upp 10. nóvember 2023.

„Ég er sjómaður að upplagi og er búinn að vera á vélarvana bát á leiðinni upp í bergið milli Þorlákshafnar og Grindavíkur í tíu metra öldu. Þyrlan kom og maður fattaði eftir að hún kom fljúgandi: Úff, ok. Þetta er svolítið raunverulegt. En ég var að skíta á mig 10. nóvember.“

Klippa: Grindavík - 10. nóvember 2023

Ólafi Ólafssyni, fyrirliða Grindavíkur, fannst eins og grasið væri lifandi þegar hann lýsti jarðskjálftunum 10. nóvember í fyrra.

Rætt er við fleira fólk í brotinu úr fyrsta þætti Grindavíkur sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×