Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 20:04 Guðjón Þór er alltaf hress og kátur ekki síst þegar hann er innan um derhúfurnar sínar í bílskúrnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áhugamál fólks eru æði misjöfn en á Selfossi er maður, sem hefur sérstakt áhugamál en það er að safna derhúfum en hann á fimm hundruð og tvær slíkar húfur þar sem engin þeirra er eins. Hér er ég komin inn í bílskúrinn hjá honum Guðjóni Þór Pálssyni þar sem eru derhúfur eru út um allt, sem hann hefur komið haganlega og snyrtilega fyrir í skúrnum. „1994 sá ég hjá svila mínum í Grindavík haug af derhúfum og þá fékk ég smá bakteríu, fannst þetta töff og fór að safna þessu. Húfurnar voru þar til síðasta sumar í plastkössum og plastpokum út í kofa eða hér og þar,“ segir Guðjón aðspurður hvenær söfnunin hófst. En hvað á Guðjón margar derhúfur í dag? „Heyrðu, 501 húfu hér inn í bílskúr og svo er númer 502 á hausnum á mér,“ segir hann hlæjandi og bætir við. „Þetta er ákveðin bilun að vera að þessu en ég trufla engan. Konan er ekkert ósátt við þetta og ég er alltaf tilbúin að bæta við í safnið mitt.“ Hluti af derhúfunum hans Guðjóns Þórs á Selfossi en alls á hann 502 slíkar húfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, ef einhver á derhúfu eða húfur, sem viðkomandi vill losna við og gefa Guðjóni þá er hann alltaf til í það. Engin af derhúfunum í bílskúrnum eru eins og margar þeirra ef ekki flestar eru með einhvers konar áletrun eða merki og oft fyrirtækja, sem eru löngu hætt starfsemi eins og MBF húfa, sem stendur fyrir Mjólkurbú Flóamanna, sem er ekki lengur til. „Ég stend mig oft að því ef ég er að ferðinni út í búð eða annars staðar og sé einhver með derhúfu að ég stend mig að því að stara á húfuna og spá í og athuga hvort þetta sé eitthvað sem ég á,“ segir Guðjón og hlær enn meira. Guðjón Þór er svo mikill Liverpool maður að hann flaggar meira og minna alla daga ársins fyrir liðinu við hús fjölskyldunnar í Miðengi 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Söfn Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
Hér er ég komin inn í bílskúrinn hjá honum Guðjóni Þór Pálssyni þar sem eru derhúfur eru út um allt, sem hann hefur komið haganlega og snyrtilega fyrir í skúrnum. „1994 sá ég hjá svila mínum í Grindavík haug af derhúfum og þá fékk ég smá bakteríu, fannst þetta töff og fór að safna þessu. Húfurnar voru þar til síðasta sumar í plastkössum og plastpokum út í kofa eða hér og þar,“ segir Guðjón aðspurður hvenær söfnunin hófst. En hvað á Guðjón margar derhúfur í dag? „Heyrðu, 501 húfu hér inn í bílskúr og svo er númer 502 á hausnum á mér,“ segir hann hlæjandi og bætir við. „Þetta er ákveðin bilun að vera að þessu en ég trufla engan. Konan er ekkert ósátt við þetta og ég er alltaf tilbúin að bæta við í safnið mitt.“ Hluti af derhúfunum hans Guðjóns Þórs á Selfossi en alls á hann 502 slíkar húfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, ef einhver á derhúfu eða húfur, sem viðkomandi vill losna við og gefa Guðjóni þá er hann alltaf til í það. Engin af derhúfunum í bílskúrnum eru eins og margar þeirra ef ekki flestar eru með einhvers konar áletrun eða merki og oft fyrirtækja, sem eru löngu hætt starfsemi eins og MBF húfa, sem stendur fyrir Mjólkurbú Flóamanna, sem er ekki lengur til. „Ég stend mig oft að því ef ég er að ferðinni út í búð eða annars staðar og sé einhver með derhúfu að ég stend mig að því að stara á húfuna og spá í og athuga hvort þetta sé eitthvað sem ég á,“ segir Guðjón og hlær enn meira. Guðjón Þór er svo mikill Liverpool maður að hann flaggar meira og minna alla daga ársins fyrir liðinu við hús fjölskyldunnar í Miðengi 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Söfn Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira