Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 21:44 Fico og Pútín funduðu sunnudaginn 22. desember í Moskvu. ap Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu bauðst til þess að hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu á fundi hans með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á sunnudag. Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19