Lífið

Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftir­liti sér­fræðinga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Undirrituð tekur fyrsta bitann af skötunni með Gunnar Hjört Gunnarsson, gamalreyndan sérfræðing í skötuáti á Þorlásmessu, sér á hægri hönd.
Undirrituð tekur fyrsta bitann af skötunni með Gunnar Hjört Gunnarsson, gamalreyndan sérfræðing í skötuáti á Þorlásmessu, sér á hægri hönd. Vísir/bjarni

Gestir Múlakaffis sporðrenndu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur. Fréttamaður fór í skötuveislu og smakkaði í fyrsta sinn á hinu kæsta hnossgæti.

„Ég held þetta sé 39. árið sem ég stend við pottana og mér er ekki farið að leiðast,“ segir Jóhannes Stefánsson, eigandi Múlakaffis. 

Þetta er stærsti dagur ársins. Hvað seljið þið marga diska? „Ég held við seljum á annað þúsund!“

Ungir sem aldnir gæddu sér á skötu í troðfullum borðsalnum, þó að sumir af yngri kynslóðinni hafi reyndar skipt skötunni út fyrir saltfisk. Þá áttu Vestfirðingar að venju marga fulltrúa, lögreglumenn sóttu sér „Takeaway“-skötu á vaktina og fulltrúi Slökkviliðsins lét sig heldur ekki vanta. 

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtöl við góða gesti í skötuveislu Múlakaffis í dag. Þá smakkar undirritaður fréttamaður skötu í fyrsta sinn, undir eftirliti sérfræðinga.

KLIPPA






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.