„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:43 Inga Sæland og Bjarni Benediktsson. Vísir/Viktor Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu. Bjarni sagði einnig að hann vonaðist til þess að Ingu myndi líða vel í ráðuneytinu og þó hann hafði verið þar í stuttan tíma hefði hann fundið fyrir því að hlutirnir væru í traustum skorðum hjá vönduðum mannskap. Inga þakkaði kærlega fyrir sig og krafðist svo þess að fá knús. „Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn,“ sagði Inga. Bjarni svaraði um hæl og rifjaði upp að Inga hefði sagt honum fyrir nokkru að hún hefði kíkt í sína kristalskúlu og vissi hvernig þetta myndi allt saman þróast. Þau göntuðust sín á milli og Inga sagði að hún hlakkaði til að takast á við Bjarna þar sem þau hefðu nú skipt um sæti við borðið. Hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Inga sagðist í kjölfarið vera í einhverju ævintýri. Þetta hefði allt gerst svo hratt. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á öllu þessu trausti sem búið er að sýna okkur. Allri þessari hlýju, þessari hvatningu og velvild, því það er bara búið að vera öll þjóðin meira og minna að hvetja okkur til dáða. Þessar yndislegu konur sem hafa verið að vinna með mér að þessari stjórnarmyndun. Við erum bara að uppskera eins og við höfum sáð og ég er óendanlega þakklát fyrir það,“ sagði Inga. Hún sagði að hennar fyrsta verkefni væri að kynnast fólkinu í ráðuneytinu og kynna sér stöðuna. Verkefnin sem þau stæðu frammi fyrir væru umfangsmikil. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Félagsmál Tengdar fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07 „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Bjarni sagði einnig að hann vonaðist til þess að Ingu myndi líða vel í ráðuneytinu og þó hann hafði verið þar í stuttan tíma hefði hann fundið fyrir því að hlutirnir væru í traustum skorðum hjá vönduðum mannskap. Inga þakkaði kærlega fyrir sig og krafðist svo þess að fá knús. „Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn,“ sagði Inga. Bjarni svaraði um hæl og rifjaði upp að Inga hefði sagt honum fyrir nokkru að hún hefði kíkt í sína kristalskúlu og vissi hvernig þetta myndi allt saman þróast. Þau göntuðust sín á milli og Inga sagði að hún hlakkaði til að takast á við Bjarna þar sem þau hefðu nú skipt um sæti við borðið. Hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Inga sagðist í kjölfarið vera í einhverju ævintýri. Þetta hefði allt gerst svo hratt. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á öllu þessu trausti sem búið er að sýna okkur. Allri þessari hlýju, þessari hvatningu og velvild, því það er bara búið að vera öll þjóðin meira og minna að hvetja okkur til dáða. Þessar yndislegu konur sem hafa verið að vinna með mér að þessari stjórnarmyndun. Við erum bara að uppskera eins og við höfum sáð og ég er óendanlega þakklát fyrir það,“ sagði Inga. Hún sagði að hennar fyrsta verkefni væri að kynnast fólkinu í ráðuneytinu og kynna sér stöðuna. Verkefnin sem þau stæðu frammi fyrir væru umfangsmikil.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Félagsmál Tengdar fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07 „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24