Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:46 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir mikilvægara að formenn nýrra ríkisstjórnarflokka vinni vel saman en hverjir nákvæmlega skipi hvaða ráðherrastóla. Vísir/Ívar Fannar Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fundaði í hinsta sinn í morgun eftir sjö ára sögulega valdatíð þverpólitískrar stjórnar. Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur við um helgina. Viðræðurnar eftir hefðinni Í dag hefur Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, rætt einslega við þingmenn og heyrt afstöðu þeirra til ráðherraskipunar. Gera má ráð fyrir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert slíkt hið sama. Þingflokkarnir funda klukkan níu í fyrramálið, hver í sínu horni, þar sem formennirnir munu leggja fram tillögu að ráðherraskipan sem verður samþykkt. Í kjölfarið koma saman flokksráð flokkanna til að fara yfir stjórnarsáttmálann. „Þetta er nú svolítið eftir hefðinni, formaður stærsta flokksins og sá sem hefur stjórnarmyndunarumboðið, Kristrún Frostadóttir - það er gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra - og að Viðreisn fái bæði fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Það blasir auðvitað við að Flokkur fólksins mun vilja hafa félagsmálin og velferðarmálin á sinni könnu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eru einhverjar sérstakar persónur sem eru líklegri en aðrar til að fá þarna sæti? „Auðvitað skiptir mestu máli hvar formennirnir lenda. Þetta verður ríkisstjórn sem mun þurfa á töluverðrar samhæfingar að halda milli formannanna þriggja.“ Rík áhersla á á sem höllustum fæti standa Formennirnir munu kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan á blaðamannafundi klukkan eitt á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Ég held að tvö mál verði nokkuð örugglega mjög áberandi. Það er annars vegar hvernig eigi að takast á við ríkisfjármálin og stöðu efnahagsmála. Að sama skapi verður þarna örugglega rík áhersla á að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa,“ segir Eiríkur. Morgundagurinn endar svo á Bessastöðum þar sem tveir ríkisráðsfundir verða haldnir. Sá fyrri, með fráfarandi ríkisráði, hefst klukkan þrjú og sá síðar, fyrsti fundur nýs ríkisráðs, hefst hálf fimm. Á þeim fundi mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fundaði í hinsta sinn í morgun eftir sjö ára sögulega valdatíð þverpólitískrar stjórnar. Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur við um helgina. Viðræðurnar eftir hefðinni Í dag hefur Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, rætt einslega við þingmenn og heyrt afstöðu þeirra til ráðherraskipunar. Gera má ráð fyrir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert slíkt hið sama. Þingflokkarnir funda klukkan níu í fyrramálið, hver í sínu horni, þar sem formennirnir munu leggja fram tillögu að ráðherraskipan sem verður samþykkt. Í kjölfarið koma saman flokksráð flokkanna til að fara yfir stjórnarsáttmálann. „Þetta er nú svolítið eftir hefðinni, formaður stærsta flokksins og sá sem hefur stjórnarmyndunarumboðið, Kristrún Frostadóttir - það er gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra - og að Viðreisn fái bæði fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Það blasir auðvitað við að Flokkur fólksins mun vilja hafa félagsmálin og velferðarmálin á sinni könnu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eru einhverjar sérstakar persónur sem eru líklegri en aðrar til að fá þarna sæti? „Auðvitað skiptir mestu máli hvar formennirnir lenda. Þetta verður ríkisstjórn sem mun þurfa á töluverðrar samhæfingar að halda milli formannanna þriggja.“ Rík áhersla á á sem höllustum fæti standa Formennirnir munu kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan á blaðamannafundi klukkan eitt á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Ég held að tvö mál verði nokkuð örugglega mjög áberandi. Það er annars vegar hvernig eigi að takast á við ríkisfjármálin og stöðu efnahagsmála. Að sama skapi verður þarna örugglega rík áhersla á að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa,“ segir Eiríkur. Morgundagurinn endar svo á Bessastöðum þar sem tveir ríkisráðsfundir verða haldnir. Sá fyrri, með fráfarandi ríkisráði, hefst klukkan þrjú og sá síðar, fyrsti fundur nýs ríkisráðs, hefst hálf fimm. Á þeim fundi mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45