Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2024 15:32 Borghildur Sturludóttir sendir Rósu Guðbjartsdóttur pillu vegna FH málsins en Gunnar Axel Axelsson segir forsögu þess hafa litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Hafnarfjarðar hvetur fráfarandi bæjarstjóra til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en bæjarstjóri. Bæjarfulltrúanum var vikið úr öllum nefndum og ráðum fyrir sjö árum. Annar fyrrverandi bæjarfulltrúi segist efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu stórt og viðamikið málið sé í reynd, forsaga þess hafi litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. Borghildur Sölvey Sturludóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, sendir Rósu Guðbjartsdóttur, frá farandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar og núverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, skilaboð í færslu á Facebook. Borghildur rifjar upp samstarf Sjálfstæðisflokks Rósu og Bjartrar framtíðar sem mynduðu meirihluta í Hafnarfirði árið 2014. Borghildur var varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í samstarfinu. „Fyrir um sex árum vorum við saman í meirihluta fyrir sveitarfélagið okkar,“ segir Borghildur í skilaboðum til Rósu. „Hins vegar var ákveðið að koma okkur Pétri Óskarssyni úr því samstarfi þar sem að við höfðum gert alvarlegar athugasemdir við uppbyggingu knatthúsa og um leið hvernig fara átti með opinbert fé okkar allra,“ segir Borghildur. Áform íþróttafélaganna Hauka og FH í Hafnarfirði hafa valdið ágreiningi í bæjarstjórn um árabil vegna áforma um byggingu knatthúsa hjá hvoru félagi, hvort félagið sé næst í röðinni og þar fram eftir götunum. Málið var vandræðamál í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Samstarfið klofnaði í máli sem sneri að byggingu slíkra húsa, bæjarfulltrúar sögðu sig úr flokknum og viku fulltrúum flokksins úr nefndum og ráðum bæjarins. Borghildur og Pétur voru meðal þeirra sem var sparkað úr nefndum og ráðum. „Það kann vel að vera að þér finnist þetta óþægilegt núna - en við okkur blasir að þetta er og var með öllu óboðleg stjórnsýsla sem þarf að rannsaka betur.“ Vísar Borghildur til nýlegra frétta eftir skýrslu Deloitte um byggingu knatthússins Skessunnar á íþróttasvæði FH. Hafnarfjarðarbær óskaði eftir skýrslunni en viðræður standa yfir um kaup bæjarins á húsinu frá FH. Í skýrslunni kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Bræðurnir Jón Rúnar Halldórsson og Viðar Halldórsson hafa farið fyrir mikilli uppbyggingu á FH-svæðinu og hafa þrjú knatthús risið á svæðinu. Borghildur óskar Rósu alls hins besta á Alþingi en Rósa var kjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í nýlegum Alþingiskosningum. Borghildur sem er arkítekt starfar í dag við skipulagsmál hjá Reykjavíkurborg. „Vonum að meðferð ykkar með sameiginlega sjóði okkar allra séu í betri farvegi þar en hér í Hafnarfirðinum okkar,“ segir Borghildur. Valdimar Víðisson tekur við af Rósu sem bæjarstjóri í Hafnarfirði um áramótin en það var hluti af samkomulagi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að loknum síðustu sveitarstjórnarkosningum. Rósa er Haukakona en Valdimar FH-ingur. Forsagan hafi litað hafnfirska bæjarpólitík „Ég leyfi mér að efast um að það séu margir sem geri sér grein fyrir hversu stórt og viðamikið þetta mál er í reynd,“ segir Gunnar Axel Axelsson og deilir færslu Borghildar. Hann var bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 2010 til 2018 og sinnti meðal annars formennsku í bæjarráði og fjölskylduráði. „Forsaga þessa máls spannar í raun áratugi, sögu og menningu sem hefur litað hafnfirska bæjarpólitík og haft gríðarlega mikil og vond áhrif á samfélagið í Hafnarfirði. Ekki aðeins vond áhrif á íþróttafélögin og það mikilvæga starf sem fer fram innan þeirra, heldur einnig og alls ekki síður aðra málaflokka sem hafa lent miklu neðar en eðlilegt getur talist á forgangslista bæjaryfirvalda.“ Gunnar Axel segir bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ekki ábyrgðarlaus í málinu. Hann segir stjórnmálin svo sannarlega ekki ábyrgðarlaus í málinu. Þvert á móti hafi einstaka frambjóðendur og flokkar gert út á það í kosningum að stilla fólki upp í andstæðar fylkingar, þannig að þeir sem lagt hafi áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og vandaða stjórnsýslu í tengslum við ráðstöfun opinberra fjármuna og umfram allt að börn og ungmenni séu efst á forgangslistanum þegar kemur að fjárveitingum til íþrótta- og tómstundamála og hugað sé sérstaklega að jafnrétti kynjanna, hafi að sögn Gunnars verið úthrópaðir sem óvinir íþróttanna. Gunnar segir að þannig hafi bræðurnir beitt sér og talað í gegnum árin. Þeir séu ófáir bæjarfulltrúarnir sem hafa stokkið á þeirra vagn í von um að ná kjöri og fengið otið lýðhylli í þeirra röðum í stúkunni. „Það er löngu orðið tímabært að stoppa af þetta rugl og það sem ég tel að eigi bara að nefna réttu nafni. Sú háttsemi þetta mál endurspeglar ekkert annað en dæmi um spillingu, þar sem hvert málið á fætur öðru gengur út á að blekkja bæjarbúa og fela styrkveitingar til starfsemi sem er utan þess lagaramma sem sveitarfélögum er settur varðandi ráðstöfun opinbera fjármuna.“ Hafnarfjörður Haukar FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Borghildur Sölvey Sturludóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, sendir Rósu Guðbjartsdóttur, frá farandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar og núverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, skilaboð í færslu á Facebook. Borghildur rifjar upp samstarf Sjálfstæðisflokks Rósu og Bjartrar framtíðar sem mynduðu meirihluta í Hafnarfirði árið 2014. Borghildur var varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í samstarfinu. „Fyrir um sex árum vorum við saman í meirihluta fyrir sveitarfélagið okkar,“ segir Borghildur í skilaboðum til Rósu. „Hins vegar var ákveðið að koma okkur Pétri Óskarssyni úr því samstarfi þar sem að við höfðum gert alvarlegar athugasemdir við uppbyggingu knatthúsa og um leið hvernig fara átti með opinbert fé okkar allra,“ segir Borghildur. Áform íþróttafélaganna Hauka og FH í Hafnarfirði hafa valdið ágreiningi í bæjarstjórn um árabil vegna áforma um byggingu knatthúsa hjá hvoru félagi, hvort félagið sé næst í röðinni og þar fram eftir götunum. Málið var vandræðamál í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Samstarfið klofnaði í máli sem sneri að byggingu slíkra húsa, bæjarfulltrúar sögðu sig úr flokknum og viku fulltrúum flokksins úr nefndum og ráðum bæjarins. Borghildur og Pétur voru meðal þeirra sem var sparkað úr nefndum og ráðum. „Það kann vel að vera að þér finnist þetta óþægilegt núna - en við okkur blasir að þetta er og var með öllu óboðleg stjórnsýsla sem þarf að rannsaka betur.“ Vísar Borghildur til nýlegra frétta eftir skýrslu Deloitte um byggingu knatthússins Skessunnar á íþróttasvæði FH. Hafnarfjarðarbær óskaði eftir skýrslunni en viðræður standa yfir um kaup bæjarins á húsinu frá FH. Í skýrslunni kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið hefðu farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Bræðurnir Jón Rúnar Halldórsson og Viðar Halldórsson hafa farið fyrir mikilli uppbyggingu á FH-svæðinu og hafa þrjú knatthús risið á svæðinu. Borghildur óskar Rósu alls hins besta á Alþingi en Rósa var kjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í nýlegum Alþingiskosningum. Borghildur sem er arkítekt starfar í dag við skipulagsmál hjá Reykjavíkurborg. „Vonum að meðferð ykkar með sameiginlega sjóði okkar allra séu í betri farvegi þar en hér í Hafnarfirðinum okkar,“ segir Borghildur. Valdimar Víðisson tekur við af Rósu sem bæjarstjóri í Hafnarfirði um áramótin en það var hluti af samkomulagi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að loknum síðustu sveitarstjórnarkosningum. Rósa er Haukakona en Valdimar FH-ingur. Forsagan hafi litað hafnfirska bæjarpólitík „Ég leyfi mér að efast um að það séu margir sem geri sér grein fyrir hversu stórt og viðamikið þetta mál er í reynd,“ segir Gunnar Axel Axelsson og deilir færslu Borghildar. Hann var bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði 2010 til 2018 og sinnti meðal annars formennsku í bæjarráði og fjölskylduráði. „Forsaga þessa máls spannar í raun áratugi, sögu og menningu sem hefur litað hafnfirska bæjarpólitík og haft gríðarlega mikil og vond áhrif á samfélagið í Hafnarfirði. Ekki aðeins vond áhrif á íþróttafélögin og það mikilvæga starf sem fer fram innan þeirra, heldur einnig og alls ekki síður aðra málaflokka sem hafa lent miklu neðar en eðlilegt getur talist á forgangslista bæjaryfirvalda.“ Gunnar Axel segir bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ekki ábyrgðarlaus í málinu. Hann segir stjórnmálin svo sannarlega ekki ábyrgðarlaus í málinu. Þvert á móti hafi einstaka frambjóðendur og flokkar gert út á það í kosningum að stilla fólki upp í andstæðar fylkingar, þannig að þeir sem lagt hafi áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og vandaða stjórnsýslu í tengslum við ráðstöfun opinberra fjármuna og umfram allt að börn og ungmenni séu efst á forgangslistanum þegar kemur að fjárveitingum til íþrótta- og tómstundamála og hugað sé sérstaklega að jafnrétti kynjanna, hafi að sögn Gunnars verið úthrópaðir sem óvinir íþróttanna. Gunnar segir að þannig hafi bræðurnir beitt sér og talað í gegnum árin. Þeir séu ófáir bæjarfulltrúarnir sem hafa stokkið á þeirra vagn í von um að ná kjöri og fengið otið lýðhylli í þeirra röðum í stúkunni. „Það er löngu orðið tímabært að stoppa af þetta rugl og það sem ég tel að eigi bara að nefna réttu nafni. Sú háttsemi þetta mál endurspeglar ekkert annað en dæmi um spillingu, þar sem hvert málið á fætur öðru gengur út á að blekkja bæjarbúa og fela styrkveitingar til starfsemi sem er utan þess lagaramma sem sveitarfélögum er settur varðandi ráðstöfun opinbera fjármuna.“
Hafnarfjörður Haukar FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent