Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 11:01 Byrjunarlið Víkinga í Austurríki í gær, þar sem Víkingar tryggðu sig áfram í Sambandsdeildinni með 1-1 jafntefli við LASK. Getty/Christian Kaspar-Bartke Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. Þetta er niðurstaðan eftir 1-1 jafnteflið við LASK í Austurríki í gær, sem skilaði Víkingum áfram í keppninni. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum, vegna ferðalaga, en engu að síður ættu Víkingar að standa afar vel að vígi fjárhagslega fyrir komandi ár eftir langt Evrópuævintýri sem enn er ólokið. Ævintýrið hófst reyndar á tapi í undankeppni Meistaradeildarinnar, í júlí, en síðan þá hafa Víkingar unnið þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, tvo leiki í sjálfri deildarkeppninni og gert tvö jafntefli, og endað í 19. sæti hennar sem tryggði Víkingi sæti í 24-liða úrslitum, eða svokölluðu umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Öllum þessum skrefum fylgir fjárhagslegur ávinningur. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Víkingi til Austurríkis í gær og gætu mögulega verið á leiðinni til Slóveníu eða Grikklands í febrúar.Getty Fengu hálfan milljarð greiddan í september Víkingar tryggðu sér 175.000 evrur (25 milljónir króna í dag) með því að spila í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggðu sér svo 175.000 evrur fyrir hverja umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, eða alls 525.000 evrur (76 milljónir króna) fyrir þrjár umferðir. Stærsta fjárhæðin fæst svo fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikar gerðu í fyrra, eða 3.270.000 evrur, og hefur langstærsti hluti þeirrar upphæðar þegar verið greiddur út eða 3,05 milljónir evra þann 27. september. Á gengi þess dags samsvarar það 460 milljónum króna. Fá 116 milljónir fyrir sigrana tvo Víkingar bættu svo við sig alls 800.000 evrum (116 milljónir króna í dag) með því að vinna Cercle Brugge og Borac „heima“ á Kópavogsvelli, og 266.000 evrur (38,5 milljónir í dag) með jafnteflum við Noah og LASK á útivelli. Þá bættust 28.000 evrur við fyrir hvert sæti sem Víkingar náðu frá botni deildarinnar, en þeir enduðu í 19. sæti af 36 liðum og tryggðu sér þannig 504.000 evrur. Loks bætast við 200.000 evrur fyrir þátttöku í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum. Dregið verður í umspilið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12 og gætu Víkingar mætt Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Víkingar spila tveggja leikja einvígi við annað þessara liða, 13. og 20. febrúar, og mun sigurliðið komast í 16-liða úrslitin og fá fyrir það 800.000 evrur. Þegar allt er talið hafa Víkingar tryggt sér að lágmarki 5.747.504 evrur, sem á gengi dagsins samsvarar rúmlega 830 milljónum króna eins og fyrr segir. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir 1-1 jafnteflið við LASK í Austurríki í gær, sem skilaði Víkingum áfram í keppninni. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum, vegna ferðalaga, en engu að síður ættu Víkingar að standa afar vel að vígi fjárhagslega fyrir komandi ár eftir langt Evrópuævintýri sem enn er ólokið. Ævintýrið hófst reyndar á tapi í undankeppni Meistaradeildarinnar, í júlí, en síðan þá hafa Víkingar unnið þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, tvo leiki í sjálfri deildarkeppninni og gert tvö jafntefli, og endað í 19. sæti hennar sem tryggði Víkingi sæti í 24-liða úrslitum, eða svokölluðu umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Öllum þessum skrefum fylgir fjárhagslegur ávinningur. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Víkingi til Austurríkis í gær og gætu mögulega verið á leiðinni til Slóveníu eða Grikklands í febrúar.Getty Fengu hálfan milljarð greiddan í september Víkingar tryggðu sér 175.000 evrur (25 milljónir króna í dag) með því að spila í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggðu sér svo 175.000 evrur fyrir hverja umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, eða alls 525.000 evrur (76 milljónir króna) fyrir þrjár umferðir. Stærsta fjárhæðin fæst svo fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikar gerðu í fyrra, eða 3.270.000 evrur, og hefur langstærsti hluti þeirrar upphæðar þegar verið greiddur út eða 3,05 milljónir evra þann 27. september. Á gengi þess dags samsvarar það 460 milljónum króna. Fá 116 milljónir fyrir sigrana tvo Víkingar bættu svo við sig alls 800.000 evrum (116 milljónir króna í dag) með því að vinna Cercle Brugge og Borac „heima“ á Kópavogsvelli, og 266.000 evrur (38,5 milljónir í dag) með jafnteflum við Noah og LASK á útivelli. Þá bættust 28.000 evrur við fyrir hvert sæti sem Víkingar náðu frá botni deildarinnar, en þeir enduðu í 19. sæti af 36 liðum og tryggðu sér þannig 504.000 evrur. Loks bætast við 200.000 evrur fyrir þátttöku í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum. Dregið verður í umspilið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12 og gætu Víkingar mætt Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Víkingar spila tveggja leikja einvígi við annað þessara liða, 13. og 20. febrúar, og mun sigurliðið komast í 16-liða úrslitin og fá fyrir það 800.000 evrur. Þegar allt er talið hafa Víkingar tryggt sér að lágmarki 5.747.504 evrur, sem á gengi dagsins samsvarar rúmlega 830 milljónum króna eins og fyrr segir.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn