Innlent

Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatns­mýri

Kjartan Kjartansson skrifar
Kanna á uppruna mengunar í Tjörninni og Vatnsmýrinni og koma í veg fyrir hana í verkefninu.
Kanna á uppruna mengunar í Tjörninni og Vatnsmýrinni og koma í veg fyrir hana í verkefninu. Vísir/Vilhelm

Ríflega 150 milljóna króna styrkur sem Reykjavíkurborg fékk frá Evrópusambandinu verður nýttur til þess að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. Hann er hluti af stærri styrk sem Umhverfisstofnun hlaut vegna innleiðingar vatnaáætlunar á Íslandi.

Skoða á efnafræðilegt ástand Vatnsmýrinnar og Tjarnarinnar og leita að uppruna mengunar í verkefninu sem gengur undir heitinu LIFE ICEWATER, að sögn Reykjavíkurborgar. Á grundvelli þeirra upplýsinga eigi að skipuleggja aðgerðir til þess að draga úr mengun og fyrirbyggja frekari mengun þrátt fyrir fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.

Reykjavík er einn 22 innlendra aðila sem fá hlutdeild í 3,5 milljarða króna styrknum sem Umhverfisstofnun hlaut úr svonefndri LIFE-áætlun Evrópusambandsins. Honum er ætlað að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar hér á landi.

Samtals fékk Reykjavíkurborg og fyrirtæki hennar; Orkuveitan, Veitur og Orka náttúrunnar um hálfan milljarð króna í styrk úr LIFE-ICEWATER. Styrkirnir eru til sex ára.

Vatnasvið Tjarnarinnar nær yfir stórt svæði.Reykjavíkurborg

Tengdar fréttir

Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi

Samband íslenskra sveitarfélaga auk nokkurra einstakra sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana taka þátt í verkefni sem miðar að því að tryggja vatnsgæði á Íslandi. Verkefnið hefur hlotið þrjá og hálfan milljarð króna í styrk frá Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×