„Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. desember 2024 21:56 Jóhann Þór þurfti enn einn leikinn að sætta sig við stöngin út frammistöðu Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar máttu sætta sig við 120-112 tap gegn KR í framlengdum leik í kvöld en Grindvíkingar kláruðu leikinn nánast á fimm leikmönnum eftir að hafa misst Jordan Aboudou út úr húsi með tvær tæknivillur og Daniel Mortensen af velli með fimm villur. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti