Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar 19. desember 2024 21:31 Ég ætla að hefja greinina á því að þakka fyrir viðbrögð við síðustu greinum, þau hafa verið framar vonum. Þá þakka ég sérfræðingum Rannís fyrir að bjóða mér á fund þann 17.12 þar sem stjórnsýsla listamannalauna og mögulegar úrbætur á þeim voru ræddar vítt og breytt. Það var gagnlegur fundur fyrir báða aðila. Hvað kostar nýliðun í röðum listafólks? Á síðastliðnu þingi var lögð fram breytingartillaga að lögum um Listamannalaun þar sem fallið var frá því að stofna sérstakan sjóð fyrir ungt listafólk sem átti að heita Vöxtur og hafa 180 mánuði til úthlutunar til ungs listafólks, í öllum greinum. Í stað þess var farin sú leið að auka nýliðun í úthlutunum úr 5% í 7% og á næsta ári fer hún úr 7% í 10%. Þessi 10% eru mun hærri upphæð en fyrst var hugsað að eyrnamerkja Vexti. Þetta er ekki auka fé sem bætist við, heldur hlutfall merkt nýliðun. Afleiðingin er að nýliðun eykst á kostnað listafólks sem er t.d. búið að vera að fá reglulegar úthlutanir síðustu 5-6 skipti en víkur nú frá vegna kröfunnar um aukna nýliðun. Auðvitað átti löggjafinn að auka nýliðun um 10% á ári, og bæta við fé sem því nemur. Því verður staðan sú að 10% nýliðun á ári, veldur 10% brottfalli þeirra sem hafa verið að vinna að listsköpun í öryggi starfslauna, undanfarin ár. Nýliðun hjá listafólki má ekki vera þannig að það teikni upp átakalínur, að þessu sinni á milli nýliða og þeirra sem eru nýbúnir að festa sig í sessi. Þótt að Listamannalaun séu samkeppnissjóður, þá á samkeppnin ekki að vera á milli kynslóða listafólks. Listafólk þarf samkvæmt þessu að fara varlega í hvers það óskar sér. Það hefur sennilega engum sem koma að kröfunni um aukna nýliðun flogið það í hug að það þýddi brottfall eldri félaga af starfslaunum. Þeir aðilar sem helst þrýsta á löggjafann um lagabreytingar á lögum um listamannalaun, eru Bandalag Íslenskra Listamanna og aðildarfélög þess. Áherslur Bandalags íslenskra listamanna Bandalag íslenskra listamanna er félag listamanna í hinum ýmsu listgreinum og er tilgangur þess fyrst og fremst; að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innanlands og utan, að gæta hagsmuna íslenskra listamanna og að efla samvinnu með íslenskum listamönnum. Í ársskýrslu BÍL fyrir árið 2023 kemur fram að samið hafi verið við Menningarmálaráðarneytið um ráðgjöf um málefni menningar og listamanna, og hugmyndum um aukið fé til úthlutunar og breytingar á launakerfi listamanna, komið á framfæri. Hugmynd um þrepakerfi hefur verið kynnt stjórnvöldum. Loks var samið við Hagstofuna um að halda utan um og vinna upplýsingar úr gögnum er varða menningarmál og stöðu listafólks á Íslandi. BÍL virðist vera á sama báti og flestir sem ég hef verið í sambandi við, að auka þurfi útgjöld til launasjóða listafólks og það þurfi að skoða nýtt kerfi, t.d. einhverskonar þrepakerfi þar sem fólk vinnur sig upp þrepin eða niður, eftir því hversu markvisst það sinnir listsköpun sinni. Það eru sextán aðildarfélög að BÍL sem starfa á mjög ólíkum sviðum listsköpunar og þarfir meðlima þeirra og krafa um listamannalaun, byggja á ólíkum hagsmunum. Ég vil, hafi einhver áhuga á minni skoðun, halda gamla kerfinu en minnka vægi þess um helming og bæta þrepakerfi við. Þrepakerfið ætti að vera mun betur styrkt og ætlað því listafólki sem ætlar ekki að vinna að neinu öðru en listsköpun. Hið gamla hentar vel fólki sem stundar listsköpun meðfram öðrum störfum. Sem dæmi mætti taka kennara í myndlist við LHÍ sem á þriggja ára fresti fengi 3-6 mánuði í starfslaun til að geta einbeitt sér óskiptur um hríð að myndlist sinni. Varast verður að semja þannig um breytingar á listamannalaunum að eitt kerfi útiloki annað. Bætt stjórnsýsla listamannalauna og tvö úthlutunarkerfi sem hvort um sig þjónaði ólíkum hagsmunum og jafnvel ólíkum listahópum, myndi stórbæta upplifun listafólks af því að það hefði ekki bara val, heldur væri ólíkum þörfum mætt. Auðvitað er til listafólk sem myndi sækja um í báða sjóði en þau yrðu þá að merkja við með a eða b, hvor sjóðurinn væri þeim mikilvægari. Ekki yrði fjallað um umsókn b nema umsókn a hefði verið hafnað. Þeir einstaklingar sem veljast til forystu í BÍL og aðildarfélögum er legið að hálsi að láta frændhygli ráða för þegar valið er í úthlutunarnefndir og að nefndirnar séu ekki sjálfstæðar í vali sínu á þeim sem hljóti starfslaun, heldur séu leikbrúður annara. Rannsóknir hafa sýnt fram á að því meiri sérfræðingur sem viðkomandi einstaklingur er (og með sérfræðingur er hér átt við menntunarstig og tímalengd í starfi), sé erfiðara að hafa áhrif á skoðanir og heilindi í vinnubrögðum hjá viðkomandi, þrátt fyrir að hafa yfir honum stjórnskipulega yfirburði. Forystukona Bíl hefur vísað því á bug að frændhygli eða einhverskonar stýring á félagslegu auðmagni, stýri stefnu BÍL og aðildarfélaga um það hvar sameiginlega gæði listafólks lendi. Það að hún vekja máls á þessu í ársskýrslu bendir til þess að þetta sé eitthvað sem BÍL og mögulega aðildarfélögum sé legið á hálsi. BÍL og aðildarfélög eru litlar skrifstofur. Oftast samanstanda þær af formanni og framkvæmdarstjóra og svo nefndum um hin og þessi málefni sem þarfnast afgreiðslu. Nefndarstörf eru oftast í sjálfboðavinnu eða fyrir mjög óveruleg tímalaun. Þá eru formenn aðildarsamtakanna oftast starfandi listamenn, sumir svo einhamir að erfitt er að skilja hvers vegna þeir hafi tekið að sér formennsku í stéttarfélagi með öllum þeim margvíslegu launuðu verkefnum sem þeir sinna. Ólikt því sem ætla má er ekki mikil samkeppni um það að vera formaður í þessum félögum og enn minni samkeppni um það að komast í ólaunað nefndarstarf. Það er í raun og veru aðdáunarvert að þessi samtök geti sinnt daglegum störfum sínum. Aðildafélög BÍL verja miklum tíma í réttindamál, að halda utan um upplýsingar og veita ráðgjöf þegar kemur að styrkumsóknum og miðlun upplýsinga. Þá þarf að gefa út fundagerðir og ársskýrslur, senda frá sér álit, og sífellt bætast ný og flókin verkefni við. Það gladdi mig að sjá að Rithöfundarsambandið sendir árlega frá sér gagnsæisskýrslu. Það er því kannski ekki mikil tími aflögu til þess að undirbúa og halda úti baráttu fyrir breyttu fyrirkomulagi að úthlutun listamannalauna en slík barátta verður háð á árum en ekki misserum. Listafólk verður þó að trúa því að á það sé hlustað, bæði hjá fagfélögum, BÍL og síðan en ekki síst, af kjörnum fulltrúum. Í desember þegar listinn yfir hverjir fá úthlutað launum það árið, er góður tími til þess að reyna að halda umræðu um kjör listafólks sem lengst á síðum blaðanna. Ef maður ætlar að gára vatn, þá hendir maður ofan í það stórum og þungum steini, en ekki smá steinflís. Að lokum vil ég þakka fyrir viðtökur, minna á netfangið: thorhallur@rannsoknir-radgjöf.net Og auðvitað óska þeim sem hafa lesið gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Ég mun halda áfram þessu vangaveltum á nýju ári, er dag fer að lengja. Þá mun ég fjalla um sjálfsmynd starfandi listafólks og áhrif opinberrar umræðu á hana. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Listamannalaun Þórhallur Guðmundsson Tengdar fréttir Hugleiðing um listamannalaun II Ég vil hefja greinina á því að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við skrifum mínum og fyrir fjölda upplýsandi bréfa og skemmtileg samtöl. Og síðast en ekki síst, fjölmargar áhugaverðar tillögur að úrbótum er kemur að umgjörð Listamannalauna. 13. desember 2024 08:00 Hugleiðing um listamannalaun I Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, fer með stjórnsýsluákvarðanir er varða listamannalaun á Íslandi. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að hefja greinina á því að þakka fyrir viðbrögð við síðustu greinum, þau hafa verið framar vonum. Þá þakka ég sérfræðingum Rannís fyrir að bjóða mér á fund þann 17.12 þar sem stjórnsýsla listamannalauna og mögulegar úrbætur á þeim voru ræddar vítt og breytt. Það var gagnlegur fundur fyrir báða aðila. Hvað kostar nýliðun í röðum listafólks? Á síðastliðnu þingi var lögð fram breytingartillaga að lögum um Listamannalaun þar sem fallið var frá því að stofna sérstakan sjóð fyrir ungt listafólk sem átti að heita Vöxtur og hafa 180 mánuði til úthlutunar til ungs listafólks, í öllum greinum. Í stað þess var farin sú leið að auka nýliðun í úthlutunum úr 5% í 7% og á næsta ári fer hún úr 7% í 10%. Þessi 10% eru mun hærri upphæð en fyrst var hugsað að eyrnamerkja Vexti. Þetta er ekki auka fé sem bætist við, heldur hlutfall merkt nýliðun. Afleiðingin er að nýliðun eykst á kostnað listafólks sem er t.d. búið að vera að fá reglulegar úthlutanir síðustu 5-6 skipti en víkur nú frá vegna kröfunnar um aukna nýliðun. Auðvitað átti löggjafinn að auka nýliðun um 10% á ári, og bæta við fé sem því nemur. Því verður staðan sú að 10% nýliðun á ári, veldur 10% brottfalli þeirra sem hafa verið að vinna að listsköpun í öryggi starfslauna, undanfarin ár. Nýliðun hjá listafólki má ekki vera þannig að það teikni upp átakalínur, að þessu sinni á milli nýliða og þeirra sem eru nýbúnir að festa sig í sessi. Þótt að Listamannalaun séu samkeppnissjóður, þá á samkeppnin ekki að vera á milli kynslóða listafólks. Listafólk þarf samkvæmt þessu að fara varlega í hvers það óskar sér. Það hefur sennilega engum sem koma að kröfunni um aukna nýliðun flogið það í hug að það þýddi brottfall eldri félaga af starfslaunum. Þeir aðilar sem helst þrýsta á löggjafann um lagabreytingar á lögum um listamannalaun, eru Bandalag Íslenskra Listamanna og aðildarfélög þess. Áherslur Bandalags íslenskra listamanna Bandalag íslenskra listamanna er félag listamanna í hinum ýmsu listgreinum og er tilgangur þess fyrst og fremst; að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innanlands og utan, að gæta hagsmuna íslenskra listamanna og að efla samvinnu með íslenskum listamönnum. Í ársskýrslu BÍL fyrir árið 2023 kemur fram að samið hafi verið við Menningarmálaráðarneytið um ráðgjöf um málefni menningar og listamanna, og hugmyndum um aukið fé til úthlutunar og breytingar á launakerfi listamanna, komið á framfæri. Hugmynd um þrepakerfi hefur verið kynnt stjórnvöldum. Loks var samið við Hagstofuna um að halda utan um og vinna upplýsingar úr gögnum er varða menningarmál og stöðu listafólks á Íslandi. BÍL virðist vera á sama báti og flestir sem ég hef verið í sambandi við, að auka þurfi útgjöld til launasjóða listafólks og það þurfi að skoða nýtt kerfi, t.d. einhverskonar þrepakerfi þar sem fólk vinnur sig upp þrepin eða niður, eftir því hversu markvisst það sinnir listsköpun sinni. Það eru sextán aðildarfélög að BÍL sem starfa á mjög ólíkum sviðum listsköpunar og þarfir meðlima þeirra og krafa um listamannalaun, byggja á ólíkum hagsmunum. Ég vil, hafi einhver áhuga á minni skoðun, halda gamla kerfinu en minnka vægi þess um helming og bæta þrepakerfi við. Þrepakerfið ætti að vera mun betur styrkt og ætlað því listafólki sem ætlar ekki að vinna að neinu öðru en listsköpun. Hið gamla hentar vel fólki sem stundar listsköpun meðfram öðrum störfum. Sem dæmi mætti taka kennara í myndlist við LHÍ sem á þriggja ára fresti fengi 3-6 mánuði í starfslaun til að geta einbeitt sér óskiptur um hríð að myndlist sinni. Varast verður að semja þannig um breytingar á listamannalaunum að eitt kerfi útiloki annað. Bætt stjórnsýsla listamannalauna og tvö úthlutunarkerfi sem hvort um sig þjónaði ólíkum hagsmunum og jafnvel ólíkum listahópum, myndi stórbæta upplifun listafólks af því að það hefði ekki bara val, heldur væri ólíkum þörfum mætt. Auðvitað er til listafólk sem myndi sækja um í báða sjóði en þau yrðu þá að merkja við með a eða b, hvor sjóðurinn væri þeim mikilvægari. Ekki yrði fjallað um umsókn b nema umsókn a hefði verið hafnað. Þeir einstaklingar sem veljast til forystu í BÍL og aðildarfélögum er legið að hálsi að láta frændhygli ráða för þegar valið er í úthlutunarnefndir og að nefndirnar séu ekki sjálfstæðar í vali sínu á þeim sem hljóti starfslaun, heldur séu leikbrúður annara. Rannsóknir hafa sýnt fram á að því meiri sérfræðingur sem viðkomandi einstaklingur er (og með sérfræðingur er hér átt við menntunarstig og tímalengd í starfi), sé erfiðara að hafa áhrif á skoðanir og heilindi í vinnubrögðum hjá viðkomandi, þrátt fyrir að hafa yfir honum stjórnskipulega yfirburði. Forystukona Bíl hefur vísað því á bug að frændhygli eða einhverskonar stýring á félagslegu auðmagni, stýri stefnu BÍL og aðildarfélaga um það hvar sameiginlega gæði listafólks lendi. Það að hún vekja máls á þessu í ársskýrslu bendir til þess að þetta sé eitthvað sem BÍL og mögulega aðildarfélögum sé legið á hálsi. BÍL og aðildarfélög eru litlar skrifstofur. Oftast samanstanda þær af formanni og framkvæmdarstjóra og svo nefndum um hin og þessi málefni sem þarfnast afgreiðslu. Nefndarstörf eru oftast í sjálfboðavinnu eða fyrir mjög óveruleg tímalaun. Þá eru formenn aðildarsamtakanna oftast starfandi listamenn, sumir svo einhamir að erfitt er að skilja hvers vegna þeir hafi tekið að sér formennsku í stéttarfélagi með öllum þeim margvíslegu launuðu verkefnum sem þeir sinna. Ólikt því sem ætla má er ekki mikil samkeppni um það að vera formaður í þessum félögum og enn minni samkeppni um það að komast í ólaunað nefndarstarf. Það er í raun og veru aðdáunarvert að þessi samtök geti sinnt daglegum störfum sínum. Aðildafélög BÍL verja miklum tíma í réttindamál, að halda utan um upplýsingar og veita ráðgjöf þegar kemur að styrkumsóknum og miðlun upplýsinga. Þá þarf að gefa út fundagerðir og ársskýrslur, senda frá sér álit, og sífellt bætast ný og flókin verkefni við. Það gladdi mig að sjá að Rithöfundarsambandið sendir árlega frá sér gagnsæisskýrslu. Það er því kannski ekki mikil tími aflögu til þess að undirbúa og halda úti baráttu fyrir breyttu fyrirkomulagi að úthlutun listamannalauna en slík barátta verður háð á árum en ekki misserum. Listafólk verður þó að trúa því að á það sé hlustað, bæði hjá fagfélögum, BÍL og síðan en ekki síst, af kjörnum fulltrúum. Í desember þegar listinn yfir hverjir fá úthlutað launum það árið, er góður tími til þess að reyna að halda umræðu um kjör listafólks sem lengst á síðum blaðanna. Ef maður ætlar að gára vatn, þá hendir maður ofan í það stórum og þungum steini, en ekki smá steinflís. Að lokum vil ég þakka fyrir viðtökur, minna á netfangið: thorhallur@rannsoknir-radgjöf.net Og auðvitað óska þeim sem hafa lesið gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Ég mun halda áfram þessu vangaveltum á nýju ári, er dag fer að lengja. Þá mun ég fjalla um sjálfsmynd starfandi listafólks og áhrif opinberrar umræðu á hana. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hugleiðing um listamannalaun II Ég vil hefja greinina á því að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við skrifum mínum og fyrir fjölda upplýsandi bréfa og skemmtileg samtöl. Og síðast en ekki síst, fjölmargar áhugaverðar tillögur að úrbótum er kemur að umgjörð Listamannalauna. 13. desember 2024 08:00
Hugleiðing um listamannalaun I Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, fer með stjórnsýsluákvarðanir er varða listamannalaun á Íslandi. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. 6. desember 2024 14:02
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar