Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2024 22:00 Ljósufjallakerfið nær frá norðanverðu Snæfellsnesi og suður í Borgarfjörð. Hjalti Freyr Ragnarsson Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið: Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um nýjustu jarðhræringar í eldstöðvakerfi sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi. Það nær frá norðanverðu nesinu og suður í Borgarfjörð og hefur á undanförnum árum verið að minna af og til á sig. Skjálftahrinan í nótt átti upptök undir Grjótárvatni sem er inn af kirkjustaðnum Staðarhrauni á Mýrum. Upptök skjálftanna voru hins vegar á miklu dýpi, á 17 til 18 kílómetra dýpi, þannig að það virðist ekki svo að eitthvað sé að ná til yfirborðs svona alveg í bráð. Eldborg í Hnappadal tilheyrir eldstöðvakerfi Ljósufjalla.Stöð 2/Arnar Halldórsson Menn hafa lítt gefið þessu eldstöðvakerfi gaum. Þó eru þarna þekktar eldstöðvar nánast inni í byggðum sveitum, sumar raunar í alfaraleið, sem allar hafa gosið í nútíma, það er eftir að ísöld lauk. Gígurinn Grábrók við hringveginn í Norðurárdal tilheyrir þessu kerfi og hann er við skólasetrið á Bifröst. Sömuleiðis hin formfagra Eldborg í Hnappadal en þar eru einnig nokkrir sveitabæir í kring. Þá má nefna gígaröðina sem myndaði Berserkjahraun í Helgafellssveit rétt utan við Stykkishólm. Rauðhálsar í Hnappadal eru taldir hafa myndast í eldgosi í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu.Stöð 2/Arnar Halldórsson Síðasta eldgos í þessu kerfi er talið hafa verið eftir landnám, í Rauðhálsum í Hnappadal. Það hefur verið tímasett í kringum árið 950, skömmu eftir að Alþingi var stofnað á Þingvöllum. Merkileg frásögn í Landnámabók, rituð um þrjúhundruð árum síðar, er talin lýsa þessu eldgosi. Þar segir: „Um nóttina kom þar upp jarðeldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin." Þannig kennir sagan okkur að þetta eldstöðvakerfi hafi eytt sveitabæ, sem hafi staðið þar sem eldgígurinn Rauðhálsar er núna. Bærinn er í Sturlubók Landnámabókar sagður hafa heitið því óvenjulega nafni Hripi, eins og lýst var hér í frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 árið 2015 vakti Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur athygli á rannsókn sem sýndi fram á virkni Ljósufjalla og Snæfellsjökuls: Í þættinum Um land allt árið 2015, um eldvirkni Snæfellsness, fjallaði Haraldur nánar um Ljósufjallakerfið:
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07 Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi. 19. desember 2024 06:07
Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár. 7. október 2021 16:16
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13