Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar 20. desember 2024 07:01 Skattar og gjöld eru órjúfanlegur hluti af samfélagslegri umræðu, sérstaklega þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Atvinnugreinar eins og fiskveiðar og fiskeldi, sem báðar byggjast á auðlindum sjávar, eru dæmi um mikilvægar stoðir hagkerfisins þar sem gjaldtaka kemur reglulega til umræðu. Þrátt fyrir að fiskeldi sé ung atvinnugrein á Íslandi hafa umsvifin aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Vöxturinn hefur leitt til aukinnar umræðu um gjaldtöku af greininni. Margir virðast þó ekki hafa fulla innsýn í hvernig gjaldtöku af fiskeldi er háttað í raun – eða jafnvel gera sér ekki grein fyrir að slík gjaldtaka sé yfirhöfuð til staðar. Þetta er miður, þar sem gjaldtakan hefur bein áhrif á þróun og framtíð greinarinnar sem enn er á uppbyggingarstigi. 2308% hækkun Í almennri umræðu eru ýmis orð notuð um auðlindagjald af fiskeldi í sjó, svo sem fiskeldisgjald, framleiðslugjald eða verðmætagjald. Þessi orðnotkun leiðir oft til misskilnings og rangra fullyrðinga um að ekkert auðlindagjald sé greitt af fiskeldi í sjó á Íslandi, andstætt því sem tíðkast í Noregi. Raunin er hins vegar sú að auðlindagjald hefur verið innheimt af fiskeldi í sjó hérlendis frá árinu 2020 á grundvelli sérstakra laga. Samkvæmt frumvarpi til laganna er gjaldtakan sérstaklega studd þeim rökum að hún grundvallist á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til fiskeldis í sjó njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Af lögum og öðrum lögskýringargögnum má öllum vera ljóst að gjaldinu er ætlað að vera gjald fyrir afnot af auðlind, þ.e. auðlindagjald. Fiskistofa birti nýverið ákvörðun um fjárhæð gjaldsins fyrir árið 2025. Gjaldið verður að þessu sinni 45,03 krónur á hvert framleitt kíló af laxi, sem jafngildir 19% hækkun frá fyrra ári. Þegar gjaldið var fyrst lagt á árið 2020 var það 1,87 krónur á hvert kíló og því hefur gjaldið hækkað um 2308% - tvöþúsundþrjúhundruðogátta- prósent á fimm árum. Hækkunin skýrist að hluta til af því að gjaldið var upphaflega innleitt í stighækkandi þrepum fram til ársins 2026. Á síðasta ári voru þó gerðar tvær breytingar á gjaldinu: Annars vegar var viðmiðunartímabili breytt og hins vegar hækkaði gjaldhlutfallið úr 3,5% í 4,3%. Breytingarnar leiddu til þess að gjaldið er í dag langtum hærra en upphaflega var ráðgert. Án þessara breytinga hefði gjaldið hækkað um 68% milli áranna 2023 og 2024, en raunhækkun varð þess í stað 106%. Þessa þróun má sjá betur á mynd 1: Reikniforsendur auðlindagjalds Útreikningur á auðlindagjaldi af fiskeldi fyrir árið 2025 byggist á margfeldisreikningi sem tekur mið af nokkrum þáttum: 1) Lögákveðnu gjaldhlutfalli, sem er 4,3% af hverju framleiddu kílói. 2) Stighækkandi gjaldtöku sem kemur að fullu til álagningar árið 2026. Gjaldhlutfall vegna ársins 2025 nemur 6/7 af fullri gjaldtöku. 3) Alþjóðlegu markaðsverði á ferskum laxi sem metið er út frá verðvísitölu sem byggist á afmörkuðum viðskiptum með ferskan lax í Noregi síðasta ár. 4) Meðalgengi evru. Að teknu tilliti til þessara þátta fæst niðurstaðan 45,03 krónur fyrir hvert framleitt kíló af laxi árið 2025. Útreikning má betur sjá á neðangreindri skýringarmynd. Auðlindarentuskattur Stundum er auðlindagjaldi eða auðlindaskatti ruglað saman við annað hugtak, auðlindarentu. Auðlindarenta er flókið hugtak og er ekki hlaupið að því að koma auga á hana í einstaka atvinnugreinum, eins og framkvæmdastjóri SFS bendir á í nýlegri grein um þrífætt svín. Í einföldu máli má segja að svokölluð auðlindarenta tengist eiginleikum auðlindarinnar sjálfrar og er ekki bein afleiðing virðisaukandi vinnu, fjárfestinga eða nýsköpunar. Í Noregi er notast við skattalega umgjörð, þar sem reynt er að leggja mat á og skattleggja auðlindarentu á atvinnugreinar sem hagnýta auðlindir, svo sem fiskeldi og olíuframleiðslu. Fiskveiðar eru að vísu ekki skattlagðar sérstaklega í Noregi líkt og hér á landi, heldur njóta þvert á móti ríkulegra styrkja frá hinu opinbera. Sérstök skattlagning á fiskeldi í Noregi er enn fremur nýtilkomin. Áform voru fyrst kynnt til sögunnar árið 2022 og skatturinn var fyrst lagður á vegna ársins 2023. Aðferðafræðin hefur verið mikið til umræðu og greiningar í Noregi, en síðustu tvö ár hafa einkennst af óvissu um raunveruleg áhrif þessa nýja skatts á norsk fyrirtæki. Skatturinn virkar þannig að lagður er 25% viðbótartekjuskattur á þann hagnað sem verður til í þeim hluta virðiskeðju fiskeldis sem fer fram í sjó. Aðrir hlutar virðiskeðjunnar, sem nýta ekki sjávarauðlindina, eru undanskildir skattinum. Á það meðal annars við um hrognaframleiðslu, seiðaframleiðslu, vinnslu, flutninga, markaðssetningu og sölu. Eðli málsins samkvæmt eru norsk eldisfyrirtæki mismikið samþætt og rekstrarskilyrði þeirra ólík sem veldur því að auðlindarentuskattur hefur misþung áhrif á heildarskattbyrði þeirra. Sé horft til áhrifa skattheimtunnar á alla virðiskeðjuna hefur verið áætlað að skattbyrði sé á bilinu 10% til 18%. Þess ber þó að geta að stór hluti norskra fiskeldisfyrirtækja er alfarið undanþeginn skattheimtunni vegna frítekjumarks, sem nemur 70 milljónum norskra króna, eða um einum milljarði íslenskra króna. Fiskeldisskatturinn í Noregi er skýrt dæmi um það hversu erfitt getur verið að meta meinta auðlindarentu, sérstaklega hjá stærri og lóðrétt samþættum fyrirtækjum. Of snemma eða of seint? Ísland, Noregur og Færeyjar eru einu löndin í heiminum sem leggja sérstaka skatta og gjöld á fiskeldi fyrir nýtingu auðlindar. Í öllum þremur löndunum hefur skattlagning á fiskeldi í sjó verið mikið til umræðu og breytingartillögur síðustu ára eru fjölmargar. Einn reginmunur er þó á skattheimtu á fiskeldi í löndunum þremur. Bæði í Noregi og Færeyjum fékk fiskeldi tækifæri til að ná fótfestu áður en gripið var til sértækrar skattheimtu. Framleiðslumagn þar hefur náð ákveðnum lágmarksþröskuldi sem nauðsynlegur er til að ná stærðarhagkvæmni til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum. Á Íslandi er staðan hins vegar önnur. Greinin er enn í uppbyggingar- og fjárfestingarfasa og er á mikilvægum tímamótum í framþróun sinni. Á slíkum tímamótum þarf að skoða vandlega hvernig best sé að liðka til fyrir vexti og verðmætasköpun í greininni. Það felur meðal annars í sér að meta hvaða áhrif álögur hafa á greinina, samanborið við það sem gengur og gerist í samkeppnislöndum eins og Noregi og Færeyjum. Skilvirkni lagaumgjarðar, hvatar til fjárfestinga og stuðningur við nýsköpun skipta einnig lykilmáli til að tryggja að íslenskt fiskeldi geti vaxið og orðið sjálfbært til lengri tíma litið. Vel útfærðar ákvarðanir nú geta lagt grunninn að sjálfbærri og samkeppnishæfri atvinnugrein sem skilar miklum verðmætum til samfélagsins. Það krefst þó þess að jafnvægi sé náð á milli vaxtarmöguleika greinarinnar og réttlátrar gjaldtöku, þar sem bæði er horft til hagkvæmni og sanngirni. Spurningin sem blasir við er því þessi: Hvernig geta Íslendingar best tryggt ábyrgan vöxt fiskeldis án þess að hefta framþróun greinarinnar með ótímabærum álögum? Þessi spurning kallar á dýpri umræðu um hlutverk stjórnvalda, stefnumótun og hvernig skapa má framtíðarsýn sem byggist bæði á skynsemi og langtímahugsun. Samtalið þarf að snúast um annað og meira en bara skattlagningu. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skattar og gjöld eru órjúfanlegur hluti af samfélagslegri umræðu, sérstaklega þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Atvinnugreinar eins og fiskveiðar og fiskeldi, sem báðar byggjast á auðlindum sjávar, eru dæmi um mikilvægar stoðir hagkerfisins þar sem gjaldtaka kemur reglulega til umræðu. Þrátt fyrir að fiskeldi sé ung atvinnugrein á Íslandi hafa umsvifin aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Vöxturinn hefur leitt til aukinnar umræðu um gjaldtöku af greininni. Margir virðast þó ekki hafa fulla innsýn í hvernig gjaldtöku af fiskeldi er háttað í raun – eða jafnvel gera sér ekki grein fyrir að slík gjaldtaka sé yfirhöfuð til staðar. Þetta er miður, þar sem gjaldtakan hefur bein áhrif á þróun og framtíð greinarinnar sem enn er á uppbyggingarstigi. 2308% hækkun Í almennri umræðu eru ýmis orð notuð um auðlindagjald af fiskeldi í sjó, svo sem fiskeldisgjald, framleiðslugjald eða verðmætagjald. Þessi orðnotkun leiðir oft til misskilnings og rangra fullyrðinga um að ekkert auðlindagjald sé greitt af fiskeldi í sjó á Íslandi, andstætt því sem tíðkast í Noregi. Raunin er hins vegar sú að auðlindagjald hefur verið innheimt af fiskeldi í sjó hérlendis frá árinu 2020 á grundvelli sérstakra laga. Samkvæmt frumvarpi til laganna er gjaldtakan sérstaklega studd þeim rökum að hún grundvallist á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til fiskeldis í sjó njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Af lögum og öðrum lögskýringargögnum má öllum vera ljóst að gjaldinu er ætlað að vera gjald fyrir afnot af auðlind, þ.e. auðlindagjald. Fiskistofa birti nýverið ákvörðun um fjárhæð gjaldsins fyrir árið 2025. Gjaldið verður að þessu sinni 45,03 krónur á hvert framleitt kíló af laxi, sem jafngildir 19% hækkun frá fyrra ári. Þegar gjaldið var fyrst lagt á árið 2020 var það 1,87 krónur á hvert kíló og því hefur gjaldið hækkað um 2308% - tvöþúsundþrjúhundruðogátta- prósent á fimm árum. Hækkunin skýrist að hluta til af því að gjaldið var upphaflega innleitt í stighækkandi þrepum fram til ársins 2026. Á síðasta ári voru þó gerðar tvær breytingar á gjaldinu: Annars vegar var viðmiðunartímabili breytt og hins vegar hækkaði gjaldhlutfallið úr 3,5% í 4,3%. Breytingarnar leiddu til þess að gjaldið er í dag langtum hærra en upphaflega var ráðgert. Án þessara breytinga hefði gjaldið hækkað um 68% milli áranna 2023 og 2024, en raunhækkun varð þess í stað 106%. Þessa þróun má sjá betur á mynd 1: Reikniforsendur auðlindagjalds Útreikningur á auðlindagjaldi af fiskeldi fyrir árið 2025 byggist á margfeldisreikningi sem tekur mið af nokkrum þáttum: 1) Lögákveðnu gjaldhlutfalli, sem er 4,3% af hverju framleiddu kílói. 2) Stighækkandi gjaldtöku sem kemur að fullu til álagningar árið 2026. Gjaldhlutfall vegna ársins 2025 nemur 6/7 af fullri gjaldtöku. 3) Alþjóðlegu markaðsverði á ferskum laxi sem metið er út frá verðvísitölu sem byggist á afmörkuðum viðskiptum með ferskan lax í Noregi síðasta ár. 4) Meðalgengi evru. Að teknu tilliti til þessara þátta fæst niðurstaðan 45,03 krónur fyrir hvert framleitt kíló af laxi árið 2025. Útreikning má betur sjá á neðangreindri skýringarmynd. Auðlindarentuskattur Stundum er auðlindagjaldi eða auðlindaskatti ruglað saman við annað hugtak, auðlindarentu. Auðlindarenta er flókið hugtak og er ekki hlaupið að því að koma auga á hana í einstaka atvinnugreinum, eins og framkvæmdastjóri SFS bendir á í nýlegri grein um þrífætt svín. Í einföldu máli má segja að svokölluð auðlindarenta tengist eiginleikum auðlindarinnar sjálfrar og er ekki bein afleiðing virðisaukandi vinnu, fjárfestinga eða nýsköpunar. Í Noregi er notast við skattalega umgjörð, þar sem reynt er að leggja mat á og skattleggja auðlindarentu á atvinnugreinar sem hagnýta auðlindir, svo sem fiskeldi og olíuframleiðslu. Fiskveiðar eru að vísu ekki skattlagðar sérstaklega í Noregi líkt og hér á landi, heldur njóta þvert á móti ríkulegra styrkja frá hinu opinbera. Sérstök skattlagning á fiskeldi í Noregi er enn fremur nýtilkomin. Áform voru fyrst kynnt til sögunnar árið 2022 og skatturinn var fyrst lagður á vegna ársins 2023. Aðferðafræðin hefur verið mikið til umræðu og greiningar í Noregi, en síðustu tvö ár hafa einkennst af óvissu um raunveruleg áhrif þessa nýja skatts á norsk fyrirtæki. Skatturinn virkar þannig að lagður er 25% viðbótartekjuskattur á þann hagnað sem verður til í þeim hluta virðiskeðju fiskeldis sem fer fram í sjó. Aðrir hlutar virðiskeðjunnar, sem nýta ekki sjávarauðlindina, eru undanskildir skattinum. Á það meðal annars við um hrognaframleiðslu, seiðaframleiðslu, vinnslu, flutninga, markaðssetningu og sölu. Eðli málsins samkvæmt eru norsk eldisfyrirtæki mismikið samþætt og rekstrarskilyrði þeirra ólík sem veldur því að auðlindarentuskattur hefur misþung áhrif á heildarskattbyrði þeirra. Sé horft til áhrifa skattheimtunnar á alla virðiskeðjuna hefur verið áætlað að skattbyrði sé á bilinu 10% til 18%. Þess ber þó að geta að stór hluti norskra fiskeldisfyrirtækja er alfarið undanþeginn skattheimtunni vegna frítekjumarks, sem nemur 70 milljónum norskra króna, eða um einum milljarði íslenskra króna. Fiskeldisskatturinn í Noregi er skýrt dæmi um það hversu erfitt getur verið að meta meinta auðlindarentu, sérstaklega hjá stærri og lóðrétt samþættum fyrirtækjum. Of snemma eða of seint? Ísland, Noregur og Færeyjar eru einu löndin í heiminum sem leggja sérstaka skatta og gjöld á fiskeldi fyrir nýtingu auðlindar. Í öllum þremur löndunum hefur skattlagning á fiskeldi í sjó verið mikið til umræðu og breytingartillögur síðustu ára eru fjölmargar. Einn reginmunur er þó á skattheimtu á fiskeldi í löndunum þremur. Bæði í Noregi og Færeyjum fékk fiskeldi tækifæri til að ná fótfestu áður en gripið var til sértækrar skattheimtu. Framleiðslumagn þar hefur náð ákveðnum lágmarksþröskuldi sem nauðsynlegur er til að ná stærðarhagkvæmni til að tryggja samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum. Á Íslandi er staðan hins vegar önnur. Greinin er enn í uppbyggingar- og fjárfestingarfasa og er á mikilvægum tímamótum í framþróun sinni. Á slíkum tímamótum þarf að skoða vandlega hvernig best sé að liðka til fyrir vexti og verðmætasköpun í greininni. Það felur meðal annars í sér að meta hvaða áhrif álögur hafa á greinina, samanborið við það sem gengur og gerist í samkeppnislöndum eins og Noregi og Færeyjum. Skilvirkni lagaumgjarðar, hvatar til fjárfestinga og stuðningur við nýsköpun skipta einnig lykilmáli til að tryggja að íslenskt fiskeldi geti vaxið og orðið sjálfbært til lengri tíma litið. Vel útfærðar ákvarðanir nú geta lagt grunninn að sjálfbærri og samkeppnishæfri atvinnugrein sem skilar miklum verðmætum til samfélagsins. Það krefst þó þess að jafnvægi sé náð á milli vaxtarmöguleika greinarinnar og réttlátrar gjaldtöku, þar sem bæði er horft til hagkvæmni og sanngirni. Spurningin sem blasir við er því þessi: Hvernig geta Íslendingar best tryggt ábyrgan vöxt fiskeldis án þess að hefta framþróun greinarinnar með ótímabærum álögum? Þessi spurning kallar á dýpri umræðu um hlutverk stjórnvalda, stefnumótun og hvernig skapa má framtíðarsýn sem byggist bæði á skynsemi og langtímahugsun. Samtalið þarf að snúast um annað og meira en bara skattlagningu. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar