Viðskipti innlent

Ingi­björg Þór­dís til Elko

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ingibjörg Þórdís Jónsdóttir, forstöðumaður innkaupa- og vörustýringarsviðs Elko.
Ingibjörg Þórdís Jónsdóttir, forstöðumaður innkaupa- og vörustýringarsviðs Elko. Elko

Ingibjörg Þórdís Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns innkaupa- og vörustýringasviðs fyrirtækisins hjá Elko.

Ingibjörg kemur frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, en þar hafði hún starfað sem sem deildarstjóri frá árinu 2018. Meðfram starfi hjá Össuri tók hún einnig að sér gestafyrirlestra viðverkfræðideild Háskóla Íslands. Áður var Ingibjörg verkefnastjóri á framleiðslusviði 66° Norður.

„Ingibjörg bætist við í öflugan sjö manna hóp forstöðumanna sem stýra lykilsviðum ELKO og kemur til með að styrkja hópinn enn frekar með sinn víðtæka bakgrunn,“ segir í tilkynningu Elko um málið.

Ingibjörg Þórdís útskrifaðist með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands vorið 2013 og hafði áður lokið B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá sama skóla í október 2010.

„Það er gríðarlegur styrkur fyrir ELKO að fá jafnöfluga konu inn í þetta krefjandi starf. Ingibjörg passar fullkomlega í þennan vel mótaða hóp stjórnenda og ég hlakka til að fá að vinna með þeim sem heild,“ er haft eftir Óttari Erni Sigurbergssyni framkvæmdastjóra ELKO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×