Innlent

Fastir í Múlagöngum í tvo tíma

Jón Þór Stefánsson skrifar
Nokkur bílaröð myndaðist vegna lokunarinnar Ólafsfjarðarmegin.
Nokkur bílaröð myndaðist vegna lokunarinnar Ólafsfjarðarmegin. Vegagerðin

Starfsmenn úr áhöfn Freyju, nýjasta varðskipi Landhelgisgæslunnar, voru fyrir örskömmu að losna úr Múlagöngum, sem liggja á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Honum skilst að starfsmennirnir hafi verið á leið úr vinnu, til Akureyrar. Þeir munu hafa verið fastir í um það bil tvo klukkutíma.

Lokað var fyrir umferð um göngin vegna bilunar í hurðarbúnaði.

Hurðir eru á báðum endum ganganna vegna mikillar klakamyndunar á veturna. Hurðirnar eru sjálfvirkar en nemi sendir merki þegar bíll er á ferð og þá opnast dyrnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×