Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 08:00 Þórir Hergeirsson fékk nei frá konunni fyrir löngu síðan og það hefur ekkert breyst. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið. Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn á sunnudag þegar Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM. Þjálfaratíð hans hefur verið ein óslitin sigurganga frá árinu 2009 en undir stjórn Þóris hefur Noregur unnið EM sex sinnum, Ólympíuleikana tvisvar, síðast í sumar, og heimsmeistaramótið þrisvar. Þá eru ótalin öll silfur og bronsverðlaun liðsins. Hann segir nú skilið við norska liðið sem hann hefur starfað með frá árinu 2001. Hann segir þennan titil vera sér þýðingarmikinn. „Já, verður maður ekki að segja það. Það lifir hvert mót sínu lífi og þetta hefur verið mismunandi þessir titlar sem maður hefur unnið og hver hefur sinn sjarma. Það er ekkert hægt að neita því að það var alveg frábært að geta endað á að vinna og fara í gegnum Evrópumótið án þess að tapa leik,“ segir Þórir. Árangur Noregs undir stjórn Þóris hefur verið lygilegur.Vísir/Sara Þórir er nú kominn heim til Noregs í afslöppun eftir keyrslu síðustu vikna. Jólin taka við og ákvarðanir um framtíðina bíða nýs árs. Tilboðin láta þó ekki á sér standa. „Ég er búinn að fresta öllum framtíðanplönum þangað til eftir áramót. Ég ætla að skoða þetta í rólegheitum í janúar,“ segir Þórir. Fengið fjölda tilboða En hefurðu fengið tilboð? „Já, já. Ég hef fengið tilboð en ég hef bara sagt að ég sé ekki að fara inn í neitt á þessu tímabili. Ef það verður eitthvað á næsta ári, næsta tímabili, þá er það eitthvað sem þarf að skoða vel. Það þarf að vera eitthvað sem passar,“ segir Þórir. Eitt er víst. Að Þórir er ekki á heimleið. „Ég er giftur norskri konu sem sagði við mig snemma, þegar við kynntumst, að hún myndi aldrei flytja til Íslands. Ég hef nú aðeins reynt en ég gafst upp fyrir mörgum árum síðan,“ segir Þórir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Norski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn á sunnudag þegar Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM. Þjálfaratíð hans hefur verið ein óslitin sigurganga frá árinu 2009 en undir stjórn Þóris hefur Noregur unnið EM sex sinnum, Ólympíuleikana tvisvar, síðast í sumar, og heimsmeistaramótið þrisvar. Þá eru ótalin öll silfur og bronsverðlaun liðsins. Hann segir nú skilið við norska liðið sem hann hefur starfað með frá árinu 2001. Hann segir þennan titil vera sér þýðingarmikinn. „Já, verður maður ekki að segja það. Það lifir hvert mót sínu lífi og þetta hefur verið mismunandi þessir titlar sem maður hefur unnið og hver hefur sinn sjarma. Það er ekkert hægt að neita því að það var alveg frábært að geta endað á að vinna og fara í gegnum Evrópumótið án þess að tapa leik,“ segir Þórir. Árangur Noregs undir stjórn Þóris hefur verið lygilegur.Vísir/Sara Þórir er nú kominn heim til Noregs í afslöppun eftir keyrslu síðustu vikna. Jólin taka við og ákvarðanir um framtíðina bíða nýs árs. Tilboðin láta þó ekki á sér standa. „Ég er búinn að fresta öllum framtíðanplönum þangað til eftir áramót. Ég ætla að skoða þetta í rólegheitum í janúar,“ segir Þórir. Fengið fjölda tilboða En hefurðu fengið tilboð? „Já, já. Ég hef fengið tilboð en ég hef bara sagt að ég sé ekki að fara inn í neitt á þessu tímabili. Ef það verður eitthvað á næsta ári, næsta tímabili, þá er það eitthvað sem þarf að skoða vel. Það þarf að vera eitthvað sem passar,“ segir Þórir. Eitt er víst. Að Þórir er ekki á heimleið. „Ég er giftur norskri konu sem sagði við mig snemma, þegar við kynntumst, að hún myndi aldrei flytja til Íslands. Ég hef nú aðeins reynt en ég gafst upp fyrir mörgum árum síðan,“ segir Þórir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Norski handboltinn Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira