Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 12:43 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir að hótanir Eflingarfólks ekkert gera nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem eigi jú að vera hátíð ljóss og friðar. Vísir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir verkalýðsfélagið Eflingu líklega hafa sett Íslandsmet í óhróðri vegna orða um samtökin í gær. SVEIT og Efling hafa átt í harðvítugum deilum síðustu vikur vegna kjarasamnings SVEIT við stéttarfélagið Virðingu sem Efling skilgreinir sem gervistéttarfélag. Telur Efling kjarasamninginn fela í sér fjölmörg alvarleg brot á lögum. Í yfirlýsingu frá Aðalgeiri segir að forsvarsmenn Eflingar séu enn við sama heygarðshornið með „óheilindum og ósannindum gagnvart SVEIT“. Þá segir hann Eflingu varpa fram tölfræði um úrsagnir úr SVEIT í kjölfar þrýstings Eflingar, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. SVEIT sjá enga ástæðu fyrir því að afhenda Eflingu upplýsingar undir hótunum. Aðalgeir segir sömuleiðis að forsvarsmenn Eflingar hafi staðið fyrir „ósvífnum vinnustaðaheimsóknum“ þar sem þeir hafi ruðst inn, króað fólk af og hótað því, sé það skráð í Virðingu. Nauðbeygja „Með útúrsnúningum er samningsvilji kenndur við ágalla, flótta og loks að SVEIT hafi þurft að nauðbeygja,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingunni. „Síðasttalda orðið er líklega í uppáhaldi hjá forsvarsmönnum Eflingar, þar sem þeir virðast ekki vita mun á hávaða eða hljóði, samningsvilja eða kúgun. Það er heldur einkennilegt lífsviðhorf þegar vilji til samtals og endurskoðunar í ljósi gagnrýni til að viðhalda friði á viðkvæmum markaði er talin til neikvæðra þátta.“ Hann segir ennfremur að Efling haldi áfram og geri það tortryggilegt í sjálfu sér að SVEIT semji við aðra en þau sjálf. „Hægan, hægan. Ef starfsfólk í veitingageiranum gerir ekki samning við SVEIT, hverjir ættu þá að gera það? Gera flugmenn og flugfreyjur ekki samning við Icelandair og Play? Gerir fiskvinnslufólk ekki samning við fyrirtæki í sjávarútvegi? Hér er starfsfólk í veitingageiranum að gera kjarasamning við veitingahúsin, sína vinnustaði, og það er gert tortryggilegt. Kannski af því að Efling missir spón úr sínum aski? Eins og þetta sé ekki nóg halda ósannindi Eflingar varðandi úrsagnir úr SVEIT áfram. Frekjulegur póstur Eflingar til aðildarfélaga SVEIT þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi ætlaði ekki örugglega að segja sig úr SVEIT, sem fylgt var eftir með enn ólundarlegri pósti þar sem forsvarsmenn Eflingar sýndu undrun sinni á að viðkomandi aðildarfélagi hefði ekki upplýst um allar sínar gjörðir til óskylds aðila. Efling skellir síðan opinberlega fram alls kyns tölfræði um þann fjölda sem á að hafa sagt sig úr SVEIT eftir hótanir og ofbeldisaðgerðir forsvarsmanna verkalýðsfélagsins, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. Þær eru enda á hendi SVEIT, sem telur enga ástæðu til að afhenda upplýsingar til Eflingar undir hótunum. Það er hins vegar hægt að upplýsa að SVEIT veit betur. Má svo bæta við ósvífnum vinnustaðaheimsóknum forsvarsmanna Eflingar síðustu daga þar sem ruðst er inn og starfsfólk króað af og því hótað sé það í Virðingu. Við er bætt ósannindum um kaup og kjör, ósannindi um að samningar brjóti lög í landinu og réttarstöðu starfsfólks. Eftir hangir hótun í loftinu sem gerir ekkert nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem á jú að vera hátíð ljóss og friðar. Eina ljósið er yfirheyrsluljós Eflingarmanna sem beint er í augu óbreytts starfsfólks undir hótunum og ósannindum og friðurinn, ja hann er að minnsta kosti ekki að finna í hugum og hjörtum Eflingarmanna,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í dag. Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
SVEIT og Efling hafa átt í harðvítugum deilum síðustu vikur vegna kjarasamnings SVEIT við stéttarfélagið Virðingu sem Efling skilgreinir sem gervistéttarfélag. Telur Efling kjarasamninginn fela í sér fjölmörg alvarleg brot á lögum. Í yfirlýsingu frá Aðalgeiri segir að forsvarsmenn Eflingar séu enn við sama heygarðshornið með „óheilindum og ósannindum gagnvart SVEIT“. Þá segir hann Eflingu varpa fram tölfræði um úrsagnir úr SVEIT í kjölfar þrýstings Eflingar, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. SVEIT sjá enga ástæðu fyrir því að afhenda Eflingu upplýsingar undir hótunum. Aðalgeir segir sömuleiðis að forsvarsmenn Eflingar hafi staðið fyrir „ósvífnum vinnustaðaheimsóknum“ þar sem þeir hafi ruðst inn, króað fólk af og hótað því, sé það skráð í Virðingu. Nauðbeygja „Með útúrsnúningum er samningsvilji kenndur við ágalla, flótta og loks að SVEIT hafi þurft að nauðbeygja,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingunni. „Síðasttalda orðið er líklega í uppáhaldi hjá forsvarsmönnum Eflingar, þar sem þeir virðast ekki vita mun á hávaða eða hljóði, samningsvilja eða kúgun. Það er heldur einkennilegt lífsviðhorf þegar vilji til samtals og endurskoðunar í ljósi gagnrýni til að viðhalda friði á viðkvæmum markaði er talin til neikvæðra þátta.“ Hann segir ennfremur að Efling haldi áfram og geri það tortryggilegt í sjálfu sér að SVEIT semji við aðra en þau sjálf. „Hægan, hægan. Ef starfsfólk í veitingageiranum gerir ekki samning við SVEIT, hverjir ættu þá að gera það? Gera flugmenn og flugfreyjur ekki samning við Icelandair og Play? Gerir fiskvinnslufólk ekki samning við fyrirtæki í sjávarútvegi? Hér er starfsfólk í veitingageiranum að gera kjarasamning við veitingahúsin, sína vinnustaði, og það er gert tortryggilegt. Kannski af því að Efling missir spón úr sínum aski? Eins og þetta sé ekki nóg halda ósannindi Eflingar varðandi úrsagnir úr SVEIT áfram. Frekjulegur póstur Eflingar til aðildarfélaga SVEIT þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi ætlaði ekki örugglega að segja sig úr SVEIT, sem fylgt var eftir með enn ólundarlegri pósti þar sem forsvarsmenn Eflingar sýndu undrun sinni á að viðkomandi aðildarfélagi hefði ekki upplýst um allar sínar gjörðir til óskylds aðila. Efling skellir síðan opinberlega fram alls kyns tölfræði um þann fjölda sem á að hafa sagt sig úr SVEIT eftir hótanir og ofbeldisaðgerðir forsvarsmanna verkalýðsfélagsins, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. Þær eru enda á hendi SVEIT, sem telur enga ástæðu til að afhenda upplýsingar til Eflingar undir hótunum. Það er hins vegar hægt að upplýsa að SVEIT veit betur. Má svo bæta við ósvífnum vinnustaðaheimsóknum forsvarsmanna Eflingar síðustu daga þar sem ruðst er inn og starfsfólk króað af og því hótað sé það í Virðingu. Við er bætt ósannindum um kaup og kjör, ósannindi um að samningar brjóti lög í landinu og réttarstöðu starfsfólks. Eftir hangir hótun í loftinu sem gerir ekkert nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem á jú að vera hátíð ljóss og friðar. Eina ljósið er yfirheyrsluljós Eflingarmanna sem beint er í augu óbreytts starfsfólks undir hótunum og ósannindum og friðurinn, ja hann er að minnsta kosti ekki að finna í hugum og hjörtum Eflingarmanna,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í dag.
Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira