Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. desember 2024 11:37 Jón Haukur Steingrímsson er jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Vísir/Vilhelm Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Dómsmálaráðherra sagði frá því í síðustu viku að til stæði að hækka varnargarða norðaustan og norðvestan við Svartsengi verulega, með það fyrir augum að verja orkuverið. Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir um þrjá garða að ræða, sem eldgos í nóvember hafi sett mikið álag á. Einbeita sér að veikasta punktinum „Þá liggur fyrir að það er veikleiki þar sem þarf að bæta úr til að gerta tekið á móti næstu hraunstraumum. Það er aðallega þetta „L2“ svæði sem er frá Grindavíkurvegi og niður að Njarðvíkuræðinni sem er veikasti punkturinn. Aðalfókusinn er að hækka það,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Breytilegt sé hversu háir garðarnir verði eftir hækkun. Varnargarðar á Reykjanesskaga.Vísir/Vilhelm „Þetta eru svona átta, níu metrar, og svo deyr það út þarna til vesturs, hægt og rólega. Víða er þetta átta metrar, fylgir hrauninu og dettur svo niður vestan við Bláa lónið.“ Horfa til upphafs febrúar Verið sé að áætla hvað aðgerðir muni taka langan tíma og hvernig vinnufyrirkomulagi verði háttað. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að mögulega þurfum við að vera undirbúnir undir næsta atburð í byrjun febrúar, eitthvað þess háttar,“ segir Jón Haukur. „Það þyrfti að nást að koma megninu af þessu fyrir vind á svona fjórum, fimm vikum á nýju ári.“ Haft hefur verið eftir dómsmálaráðherra að hækkunin muni kosta allt að 1,25 milljarða, og heildarkostnaður við garðana sé orðinn meiri en tíu milljarðar. Það sé þó til mikils að vinna að halda heitu vatni á Suðurnesjum. „Það er stóra málið sem er undir, fyrir utan auðvitað að missa sjálft orkuverið. Það yrði gríðarlegt samfélagslegt tjón.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagði frá því í síðustu viku að til stæði að hækka varnargarða norðaustan og norðvestan við Svartsengi verulega, með það fyrir augum að verja orkuverið. Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir um þrjá garða að ræða, sem eldgos í nóvember hafi sett mikið álag á. Einbeita sér að veikasta punktinum „Þá liggur fyrir að það er veikleiki þar sem þarf að bæta úr til að gerta tekið á móti næstu hraunstraumum. Það er aðallega þetta „L2“ svæði sem er frá Grindavíkurvegi og niður að Njarðvíkuræðinni sem er veikasti punkturinn. Aðalfókusinn er að hækka það,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Breytilegt sé hversu háir garðarnir verði eftir hækkun. Varnargarðar á Reykjanesskaga.Vísir/Vilhelm „Þetta eru svona átta, níu metrar, og svo deyr það út þarna til vesturs, hægt og rólega. Víða er þetta átta metrar, fylgir hrauninu og dettur svo niður vestan við Bláa lónið.“ Horfa til upphafs febrúar Verið sé að áætla hvað aðgerðir muni taka langan tíma og hvernig vinnufyrirkomulagi verði háttað. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að mögulega þurfum við að vera undirbúnir undir næsta atburð í byrjun febrúar, eitthvað þess háttar,“ segir Jón Haukur. „Það þyrfti að nást að koma megninu af þessu fyrir vind á svona fjórum, fimm vikum á nýju ári.“ Haft hefur verið eftir dómsmálaráðherra að hækkunin muni kosta allt að 1,25 milljarða, og heildarkostnaður við garðana sé orðinn meiri en tíu milljarðar. Það sé þó til mikils að vinna að halda heitu vatni á Suðurnesjum. „Það er stóra málið sem er undir, fyrir utan auðvitað að missa sjálft orkuverið. Það yrði gríðarlegt samfélagslegt tjón.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent