Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 07:32 Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard eru aðalmennirnir í Milwaukee Bucks. Getty/Ethan Miller Hver einasti leikmaður Milwaukee Bucks er rúmum 70 milljónum króna ríkari eftir að liðið vann Oklahoma City Thunder af öryggi í úrslitaleik NBA-deildarbikarsins í nótt, 97-81. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var óumdeildur mikilvægasti maður leiksins í úrslitaleiknum, á leiktíð númer tvö í þessari keppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Las Vegas og Antetokounmpo lagði allt undir en hann skoraði 26 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá sýndi hann einnig mögnuð varnartilþrif. GIANNIS, BUCKS WIN THE #EmiratesNBACup 🏆🔥 26 PTS🔥 19 REB🔥 10 AST🔥 3 BLK🔥 2 STLThe Greek Freak put on a SHOW in Vegas! pic.twitter.com/tHDReTvS25— NBA (@NBA) December 18, 2024 Sigurinn færði leikmönnum Bucks rúmar 40 milljónir króna aukalega en leikmenn tapliðsins fengu tæplega 30 milljónir króna hver. Bucks, sem urðu NBA-meistarar árið 2021, hófu leiktíðina illa í deildinni í haust og töpuðu átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Síðan þá hefur liðið verið á uppleið og titillinn í nótt gefur fyrirheit um að liðið ætli sér stóra hluti í vor. Um það voru leikmenn og þjálfarinn Doc Rivers sammála. „Við munum hala áfram að bæta okkur og skuldbinda okkur. Verkinu er ekki lokið,“ sagði Antetokounmpo. "We're going to improve and going to stay locked in, because the job's not done"Giannis with a message and celebration after being named #EmiratesNBACup MVP 😤😆 pic.twitter.com/NAyjGOwYqM— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 „Við áttum í basli í byrjun leiktíðar. En enginn hérna efast um hvað við getum gert og hvað við getum orðið, og við héldum bara áfram. Við stóðum saman og þetta er hliðarárangur þess að lið standi saman. En við eigum verk fyrir höndum,“ sagði Rivers og ljóst að menn horfa til stóra titilsins í júní. Heim frá Vegas sem betra lið Nýi NBA-deildabikarinn virðist henta Bucks en liðið hefur aðeins tapað einum af tólf leikjum sínum frá upphafi keppninnar í fyrra, gegn Indiana Pacers í undanúrslitunum í fyrra, áður en LA Lakers lönduðu fyrsta titlinum. Í ár vann Milwaukee sem sagt alla sjö leiki sína. „Þetta er frábært fyrir liðið okkar. Við erum að verða betri. Við vitum að við förum frá Vegas sem betra lið. Ég er svo stoltur af þessum hópi,“ sagði Antetokounmpo. Damian Lillard var einnig öflugur fyrir Milwaukee og skoraði 23 stig, en liðið setti niður sautján þriggja stiga skot í leiknum. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander bestur og skoraði 21 stig en Jalen Williams skoraði 18. Liðið hafði skorað að lágmarki 99 stig í öllum leikjum tímabilsins til þessa en fann ekki þann takt gegn Milwaukee-liði í stuði. Giannis gets the REJECTION 🚫 pic.twitter.com/lnILv5oIYk— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 NBA Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Grikkinn Giannis Antetokounmpo var óumdeildur mikilvægasti maður leiksins í úrslitaleiknum, á leiktíð númer tvö í þessari keppni. Úrslitaleikurinn fór fram í Las Vegas og Antetokounmpo lagði allt undir en hann skoraði 26 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá sýndi hann einnig mögnuð varnartilþrif. GIANNIS, BUCKS WIN THE #EmiratesNBACup 🏆🔥 26 PTS🔥 19 REB🔥 10 AST🔥 3 BLK🔥 2 STLThe Greek Freak put on a SHOW in Vegas! pic.twitter.com/tHDReTvS25— NBA (@NBA) December 18, 2024 Sigurinn færði leikmönnum Bucks rúmar 40 milljónir króna aukalega en leikmenn tapliðsins fengu tæplega 30 milljónir króna hver. Bucks, sem urðu NBA-meistarar árið 2021, hófu leiktíðina illa í deildinni í haust og töpuðu átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Síðan þá hefur liðið verið á uppleið og titillinn í nótt gefur fyrirheit um að liðið ætli sér stóra hluti í vor. Um það voru leikmenn og þjálfarinn Doc Rivers sammála. „Við munum hala áfram að bæta okkur og skuldbinda okkur. Verkinu er ekki lokið,“ sagði Antetokounmpo. "We're going to improve and going to stay locked in, because the job's not done"Giannis with a message and celebration after being named #EmiratesNBACup MVP 😤😆 pic.twitter.com/NAyjGOwYqM— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024 „Við áttum í basli í byrjun leiktíðar. En enginn hérna efast um hvað við getum gert og hvað við getum orðið, og við héldum bara áfram. Við stóðum saman og þetta er hliðarárangur þess að lið standi saman. En við eigum verk fyrir höndum,“ sagði Rivers og ljóst að menn horfa til stóra titilsins í júní. Heim frá Vegas sem betra lið Nýi NBA-deildabikarinn virðist henta Bucks en liðið hefur aðeins tapað einum af tólf leikjum sínum frá upphafi keppninnar í fyrra, gegn Indiana Pacers í undanúrslitunum í fyrra, áður en LA Lakers lönduðu fyrsta titlinum. Í ár vann Milwaukee sem sagt alla sjö leiki sína. „Þetta er frábært fyrir liðið okkar. Við erum að verða betri. Við vitum að við förum frá Vegas sem betra lið. Ég er svo stoltur af þessum hópi,“ sagði Antetokounmpo. Damian Lillard var einnig öflugur fyrir Milwaukee og skoraði 23 stig, en liðið setti niður sautján þriggja stiga skot í leiknum. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander bestur og skoraði 21 stig en Jalen Williams skoraði 18. Liðið hafði skorað að lágmarki 99 stig í öllum leikjum tímabilsins til þessa en fann ekki þann takt gegn Milwaukee-liði í stuði. Giannis gets the REJECTION 🚫 pic.twitter.com/lnILv5oIYk— NBA TV (@NBATV) December 18, 2024
NBA Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira