30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 19:38 Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ. Vísir/einar Um 30 ætlaðir þolendur mansals Quang Lé búa nú við mikla óvissu þegar einungis nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfa þeirra hér á landi. Sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum segir mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira