30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 19:38 Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ. Vísir/einar Um 30 ætlaðir þolendur mansals Quang Lé búa nú við mikla óvissu þegar einungis nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfa þeirra hér á landi. Sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum segir mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira