Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 10:37 Palestínumenn á flótta undan átökum á Gasaströndinni. AP/Abdel Kareem Hana Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið. Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira