Sakfelling Trumps stendur Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 09:53 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann tekur aftur embætti þann 20. janúar. AP/Evan Vucci Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. Dómarinn Juan M. Merchan sagði ákæruna gegn Trump í málinu og sakfellingu hans ekki hafa tengst opinberu störfum hans og því yrði dómurinn ekki felldur niður, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn er þó óljóst hvort og þá hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Trump getur áfrýjað ákvörðun Merchan til hærra dómstigs en lögmenn hans hafa einnig gert aðra tilraun til að fá sakfellinguna fellda niður. Eins og frægt er var Trump ákærður í fjórum málum eftir fyrri forsetatíð hans. Þar af tvisvar af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir árás tilraunir Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 annars vegar, og vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu hins vegar. Þá var hann ákærður í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar og í New York í þöggunarmálinu, en það var eina málið sem rataði í dómsal fyrir kosningarnar. Báðum málum Smiths hefur verið vísað frá og framtíð málsins í Georgíu er í óvissu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Í úrskurði sínum sagði Merchan að þöggunargreiðslur Trumps til Stormy Daniels hefðu verið persónulegs eðlis og að mjög lítill hluti sönnunargagna í málinu, ef einhver, tengdust forsetatíð hans með nokkrum hætti. Þá vísaði hann einnig í úrskurð Hæstaréttar um að sitjandi forseti nyti ekki algerar friðhelgi í embætti. Forsetar gerðu persónulega hluti jafnvel þó þeir byggju í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10 Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23 Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Dómarinn Juan M. Merchan sagði ákæruna gegn Trump í málinu og sakfellingu hans ekki hafa tengst opinberu störfum hans og því yrði dómurinn ekki felldur niður, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn er þó óljóst hvort og þá hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Trump getur áfrýjað ákvörðun Merchan til hærra dómstigs en lögmenn hans hafa einnig gert aðra tilraun til að fá sakfellinguna fellda niður. Eins og frægt er var Trump ákærður í fjórum málum eftir fyrri forsetatíð hans. Þar af tvisvar af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir árás tilraunir Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 annars vegar, og vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu hins vegar. Þá var hann ákærður í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar og í New York í þöggunarmálinu, en það var eina málið sem rataði í dómsal fyrir kosningarnar. Báðum málum Smiths hefur verið vísað frá og framtíð málsins í Georgíu er í óvissu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Í úrskurði sínum sagði Merchan að þöggunargreiðslur Trumps til Stormy Daniels hefðu verið persónulegs eðlis og að mjög lítill hluti sönnunargagna í málinu, ef einhver, tengdust forsetatíð hans með nokkrum hætti. Þá vísaði hann einnig í úrskurð Hæstaréttar um að sitjandi forseti nyti ekki algerar friðhelgi í embætti. Forsetar gerðu persónulega hluti jafnvel þó þeir byggju í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10 Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23 Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10
Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23
Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07