Sakfelling Trumps stendur Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 09:53 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. Hann tekur aftur embætti þann 20. janúar. AP/Evan Vucci Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. Dómarinn Juan M. Merchan sagði ákæruna gegn Trump í málinu og sakfellingu hans ekki hafa tengst opinberu störfum hans og því yrði dómurinn ekki felldur niður, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn er þó óljóst hvort og þá hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Trump getur áfrýjað ákvörðun Merchan til hærra dómstigs en lögmenn hans hafa einnig gert aðra tilraun til að fá sakfellinguna fellda niður. Eins og frægt er var Trump ákærður í fjórum málum eftir fyrri forsetatíð hans. Þar af tvisvar af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir árás tilraunir Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 annars vegar, og vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu hins vegar. Þá var hann ákærður í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar og í New York í þöggunarmálinu, en það var eina málið sem rataði í dómsal fyrir kosningarnar. Báðum málum Smiths hefur verið vísað frá og framtíð málsins í Georgíu er í óvissu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Í úrskurði sínum sagði Merchan að þöggunargreiðslur Trumps til Stormy Daniels hefðu verið persónulegs eðlis og að mjög lítill hluti sönnunargagna í málinu, ef einhver, tengdust forsetatíð hans með nokkrum hætti. Þá vísaði hann einnig í úrskurð Hæstaréttar um að sitjandi forseti nyti ekki algerar friðhelgi í embætti. Forsetar gerðu persónulega hluti jafnvel þó þeir byggju í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10 Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23 Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Dómarinn Juan M. Merchan sagði ákæruna gegn Trump í málinu og sakfellingu hans ekki hafa tengst opinberu störfum hans og því yrði dómurinn ekki felldur niður, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn er þó óljóst hvort og þá hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Trump getur áfrýjað ákvörðun Merchan til hærra dómstigs en lögmenn hans hafa einnig gert aðra tilraun til að fá sakfellinguna fellda niður. Eins og frægt er var Trump ákærður í fjórum málum eftir fyrri forsetatíð hans. Þar af tvisvar af Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir árás tilraunir Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 annars vegar, og vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu hins vegar. Þá var hann ákærður í Georgíu vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna þar og í New York í þöggunarmálinu, en það var eina málið sem rataði í dómsal fyrir kosningarnar. Báðum málum Smiths hefur verið vísað frá og framtíð málsins í Georgíu er í óvissu. Sjá einnig: Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Í úrskurði sínum sagði Merchan að þöggunargreiðslur Trumps til Stormy Daniels hefðu verið persónulegs eðlis og að mjög lítill hluti sönnunargagna í málinu, ef einhver, tengdust forsetatíð hans með nokkrum hætti. Þá vísaði hann einnig í úrskurð Hæstaréttar um að sitjandi forseti nyti ekki algerar friðhelgi í embætti. Forsetar gerðu persónulega hluti jafnvel þó þeir byggju í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10 Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23 Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Fréttaveita ABC hefur samþykkt að greiða Donald Trump bætur upp á 15 milljón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun. 14. desember 2024 23:10
Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar. 13. desember 2024 11:23
Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 11. desember 2024 20:07