Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar 16. desember 2024 15:01 Í dag fögnum við 108 ára afmæli Framsóknarflokksins! Framsóknarflokkurinn var stofnaður þann 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Flokkurinn átti upphaf sitt í samvinnuhreyfingunni og ungmennafélagshreyfingunni, og markmiðið var skýrt: að efla lífskjör, byggja upp innviði og tryggja jöfnuð fyrir landsmenn. Á þessum tíma var Ísland töluvert dreifbýlt og Framsóknarflokkurinn sótti fylgi sitt fyrst og fremst til landsbyggðarinnar. Í upphafi var áherslan lögð á hagsmuni bænda og dreifbýlisfólks, en með breyttum samfélagsháttum, sérstaklega eftir miðja 20. öld, þróaðist flokkurinn í það að verða flokkur allra stétta. Kjarninn var þó alltaf sá sami: samvinna, jöfnuður og lausnamiðuð stjórnmál. Í gegnum árin hefur Framsóknarflokkurinn verið burðarás í íslensku samfélagi. Með uppbyggingu skólakerfisins, stuðningi við samvinnuhreyfinguna, félagslegum réttindum og stórum innviðaverkefnum hefur flokkurinn lagt grunn að mörgum af þeim framfaramálum sem við njótum í dag. Framsóknarflokkurinn hefur staðið vörð um jafnvægi milli þéttbýlis og dreifbýlis, og með áherslu á nýsköpun, menntun og framtíðarsýn hefur hann verið ómissandi hluti af sögu og þróun Íslands. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi séð betri daga hvað fylgistölur varðar, þá er það staðföst trú mín að hann muni rísa á ný – sterkari en nokkru sinni fyrr. Rætur hans liggja djúpt í jarðvegi landsins, Til hamingju með daginn allt Framsóknarfólk! Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Tímamót Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 108 ára afmæli Framsóknarflokksins! Framsóknarflokkurinn var stofnaður þann 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Flokkurinn átti upphaf sitt í samvinnuhreyfingunni og ungmennafélagshreyfingunni, og markmiðið var skýrt: að efla lífskjör, byggja upp innviði og tryggja jöfnuð fyrir landsmenn. Á þessum tíma var Ísland töluvert dreifbýlt og Framsóknarflokkurinn sótti fylgi sitt fyrst og fremst til landsbyggðarinnar. Í upphafi var áherslan lögð á hagsmuni bænda og dreifbýlisfólks, en með breyttum samfélagsháttum, sérstaklega eftir miðja 20. öld, þróaðist flokkurinn í það að verða flokkur allra stétta. Kjarninn var þó alltaf sá sami: samvinna, jöfnuður og lausnamiðuð stjórnmál. Í gegnum árin hefur Framsóknarflokkurinn verið burðarás í íslensku samfélagi. Með uppbyggingu skólakerfisins, stuðningi við samvinnuhreyfinguna, félagslegum réttindum og stórum innviðaverkefnum hefur flokkurinn lagt grunn að mörgum af þeim framfaramálum sem við njótum í dag. Framsóknarflokkurinn hefur staðið vörð um jafnvægi milli þéttbýlis og dreifbýlis, og með áherslu á nýsköpun, menntun og framtíðarsýn hefur hann verið ómissandi hluti af sögu og þróun Íslands. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi séð betri daga hvað fylgistölur varðar, þá er það staðföst trú mín að hann muni rísa á ný – sterkari en nokkru sinni fyrr. Rætur hans liggja djúpt í jarðvegi landsins, Til hamingju með daginn allt Framsóknarfólk! Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar