„Ég elska jólin, börnin og lífið en þetta er of mikið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. desember 2024 13:22 Unnur Ösp Stefánsdóttir er fjögurra barna móðir í Garðabænum og eitt fjölmargra foreldra sem finnur fyrir auknu álagi í desember í tengslum við viðburði fyrir börnin úti um allt. Vísir/Vilhelm Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona veltir fyrir sér hvort hún sé nokkuð ein um að ná ekki utan um allt sem skólinn, frístund og tómstundir bjóði upp á í aðdraganda jólanna. Hún elski auðvitað börnin sín og jólin en sé hreinlega að drukkna. Ekki stendur á viðbrögðum frá foreldrum við færslu Unnar á Facebook. Unnur er fjögurra barna móðir með börn sem sækja sinn skóla, æfa sína fimleika og sækja sínar frístundir. „Við foreldrarnir erum í vinnu og ég bara spyr, er ég ein um að ná ekki utan um allt sem skólinn, frístund og tómstundirnar bjóða uppá... alla tónleikana, jólaföndrið, þemadagana, samveruna, sýningarnar, pálínuboðin.......herre gud! Ég eeeelska jólin, börnin og lífið en þetta er of mikið.“ Svarið er nei. Unnur Ösp er ekki ein. Kristín Björg Viggósdóttir iðjuþjálfi, uppeldisfræðingur og þriggja barna móðir skrifaði opið bréf til á Vísi fyrir helgi og snerti á sama vandamáli. Á hverju ári heyri hún hve álagið aukist í desember. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Ekki stendur á viðbrögðum við færslu Unnar Aspar. „Svo sammála - er föst með tilfinninguna að vera að missa bolta allan desembermánuð! Sparinesti, jólapeysudagur, skautaferð .... í bland við allt hitt,“ segir Álfrún Pálsdóttir, tveggja barna móðir og kynningarstjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Karen Axelsdóttir járnkelling með meiru er hugsi yfir kröfu um þátttöku foreldra í öllu. „Ég fór sjálf á allar æfingar og einu íþróttamótin sem þau komu á var árlegt íslandsmót, þau þurftu ekki að koma í eitt einasta keppnisferðalag sem voru haldin út um allt land, ég man ekki eftir einu einasta foreldra kaffi allan grunnskólann og einu píanótónleikar sem foreldrar mættu á voru við brautskrift á vorin og það var mjög sjaldan sem þau komust. I turned out fine og er að bugna yfir þessu rugli sem þetta er komið útí. Við erum líka farin að vinna meira en mjög margar mömmur unnu part time í den sem þekkist varla í dag og svo allt þetta prógram.“ Egill Helgason fjölmiðlamaður spyr: „Hví þurfa foreldrar að vera svona mikið með? Ég man eftir mjög ánægjulegu jólaföndri þegar ég var í barnaskóla og jólaskemmtunum en foreldrar mínir voru hvergi nærri - og ég er ekkert viss um að ég hefði viljað hafa þá.“ Egill Helgason veltir fyrir sér hvort foreldrar þurfi alltaf að mæta á alla viðburði með börnum sínum. Vísir/Vilhelm Viðar Halldórsson sálfræðingur segir marga íþróttaþjálfara hafa fundið fyrir því að börn hafi verið afslappaðri og glaðari á æfingum í kórónuveirufaraldrinum þegar foreldrar máttu ekki mæta á æfingar barna sinna. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg upplýsir að sonur hennar hafi mætt svartklæddur á rauða daginn í skólann í dag. Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sjálftitluð ADHD mamma, segir hausinn sinn einmitt á yfirsnúningi. Hún þurfi stuðningsfulltrúa eða ritara til að halda utan um allt. „Þetta er að verða sér-íslensk bilun!“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður. Sara Óskarsson, sem hefur undanfarna daga verið með eitt fimm barna sinna alvarlega veikt af RS-vírus á Barnaspítala Hringsins, rifjar upp pistil sinn frá árinu 2020. Pistill Söru hét „Það getur þetta enginn“. Þar sagði hún allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið sé í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það sé þegar að kröfur samfélagsins bætist ofan á allt hitt: „Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS.“ Já, og svo framvegis. Jól Frístund barna Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Ekki stendur á viðbrögðum frá foreldrum við færslu Unnar á Facebook. Unnur er fjögurra barna móðir með börn sem sækja sinn skóla, æfa sína fimleika og sækja sínar frístundir. „Við foreldrarnir erum í vinnu og ég bara spyr, er ég ein um að ná ekki utan um allt sem skólinn, frístund og tómstundirnar bjóða uppá... alla tónleikana, jólaföndrið, þemadagana, samveruna, sýningarnar, pálínuboðin.......herre gud! Ég eeeelska jólin, börnin og lífið en þetta er of mikið.“ Svarið er nei. Unnur Ösp er ekki ein. Kristín Björg Viggósdóttir iðjuþjálfi, uppeldisfræðingur og þriggja barna móðir skrifaði opið bréf til á Vísi fyrir helgi og snerti á sama vandamáli. Á hverju ári heyri hún hve álagið aukist í desember. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Ekki stendur á viðbrögðum við færslu Unnar Aspar. „Svo sammála - er föst með tilfinninguna að vera að missa bolta allan desembermánuð! Sparinesti, jólapeysudagur, skautaferð .... í bland við allt hitt,“ segir Álfrún Pálsdóttir, tveggja barna móðir og kynningarstjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Karen Axelsdóttir járnkelling með meiru er hugsi yfir kröfu um þátttöku foreldra í öllu. „Ég fór sjálf á allar æfingar og einu íþróttamótin sem þau komu á var árlegt íslandsmót, þau þurftu ekki að koma í eitt einasta keppnisferðalag sem voru haldin út um allt land, ég man ekki eftir einu einasta foreldra kaffi allan grunnskólann og einu píanótónleikar sem foreldrar mættu á voru við brautskrift á vorin og það var mjög sjaldan sem þau komust. I turned out fine og er að bugna yfir þessu rugli sem þetta er komið útí. Við erum líka farin að vinna meira en mjög margar mömmur unnu part time í den sem þekkist varla í dag og svo allt þetta prógram.“ Egill Helgason fjölmiðlamaður spyr: „Hví þurfa foreldrar að vera svona mikið með? Ég man eftir mjög ánægjulegu jólaföndri þegar ég var í barnaskóla og jólaskemmtunum en foreldrar mínir voru hvergi nærri - og ég er ekkert viss um að ég hefði viljað hafa þá.“ Egill Helgason veltir fyrir sér hvort foreldrar þurfi alltaf að mæta á alla viðburði með börnum sínum. Vísir/Vilhelm Viðar Halldórsson sálfræðingur segir marga íþróttaþjálfara hafa fundið fyrir því að börn hafi verið afslappaðri og glaðari á æfingum í kórónuveirufaraldrinum þegar foreldrar máttu ekki mæta á æfingar barna sinna. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg upplýsir að sonur hennar hafi mætt svartklæddur á rauða daginn í skólann í dag. Þórunn Antonía Magnúsdóttir, sjálftitluð ADHD mamma, segir hausinn sinn einmitt á yfirsnúningi. Hún þurfi stuðningsfulltrúa eða ritara til að halda utan um allt. „Þetta er að verða sér-íslensk bilun!“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður. Sara Óskarsson, sem hefur undanfarna daga verið með eitt fimm barna sinna alvarlega veikt af RS-vírus á Barnaspítala Hringsins, rifjar upp pistil sinn frá árinu 2020. Pistill Söru hét „Það getur þetta enginn“. Þar sagði hún allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið sé í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það sé þegar að kröfur samfélagsins bætist ofan á allt hitt: „Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS.“ Já, og svo framvegis.
Jól Frístund barna Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira