Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 09:46 Teiknuð mynd af Alexander Smirnov í dómsal. AP/William T. Robles Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) mun í dag játa fyrir dómi að hafa logið um Joe og Hunter Biden. Ásakanir lygna uppljóstrarans Alexanders Smirnov voru einn af burðarstólpum rannsóknar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Bidens. Smirnov mun seinna í dag játa að hafa logið og einnig gangast við skattsvikum, samkvæmt dómskjölum sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Er það liður í samkomulagi milli verjanda hans og saksóknara um að hann verði dæmdur til fjögurra til sex ára fangelsisvistar. Smirnov var uppljóstrari FBI um árabil en hann er sakaður um að hafa í júní 2020 logið því að yfirmenn í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma hafi sagt honum að þeir hefðu greitt bæði Joe og Hunter Biden fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Hunter sat um tíma í stjórn félagsins. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Hann sagði einnig að rússneskar leyniþjónustur hefðu yfir höndum myndband af Hunter á hóteli í Kænugarði, en þangað hefur Hunter aldrei farið. Alexander Smirnov í Las Vegas í febrúar.AP/K.M. Cannon Seinna meir viðurkenndi Smirnov að hann hefði átt í samskiptum við rússneska útsendara viðloðna leyniþjónustur Rússlands. Þeir hefðu komið að því að dreifa lygum um Hunter Biden. Sjá einnig: Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Repúblikanar í fulltrúadeildinni vörðu miklum tíma í þremur nefndum í að rannsaka Joe Biden og Hunter son hans. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína en hafa ekki getað fært neinar sannanir fyrir því og hafa gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Hunter hafði verið sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að ljúga á eyðublaði vegna byssukaupa og var stutt í dómsuppkvaðningu þegar Joe Biden náðaði hann með umfangsmiklum og fordæmalausum hætti. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Við rannsóknir þeirra notuðust Repúblikanar við ásakanir Smirnovs og áður en hann var ákærður fyrir lygar reyndu Repúblikanar ítrekað að fá vitnisburð hans birtan opinberlega. Það var þrátt fyrir að forsvarsmenn FBI vöruðu þá við því að Smirnov gæti verið að ljúga. Sjá einnig: Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Repúblikanar lýstu honum þó sem „trúverðugu“ vitni og reyndu að þvinga FBI til að birta ummæli hans opinberlega. Bandaríkin Joe Biden Rússland Erlend sakamál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Smirnov mun seinna í dag játa að hafa logið og einnig gangast við skattsvikum, samkvæmt dómskjölum sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir. Er það liður í samkomulagi milli verjanda hans og saksóknara um að hann verði dæmdur til fjögurra til sex ára fangelsisvistar. Smirnov var uppljóstrari FBI um árabil en hann er sakaður um að hafa í júní 2020 logið því að yfirmenn í úkraínska orkufyrirtækinu Burisma hafi sagt honum að þeir hefðu greitt bæði Joe og Hunter Biden fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Hunter sat um tíma í stjórn félagsins. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Hann sagði einnig að rússneskar leyniþjónustur hefðu yfir höndum myndband af Hunter á hóteli í Kænugarði, en þangað hefur Hunter aldrei farið. Alexander Smirnov í Las Vegas í febrúar.AP/K.M. Cannon Seinna meir viðurkenndi Smirnov að hann hefði átt í samskiptum við rússneska útsendara viðloðna leyniþjónustur Rússlands. Þeir hefðu komið að því að dreifa lygum um Hunter Biden. Sjá einnig: Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Repúblikanar í fulltrúadeildinni vörðu miklum tíma í þremur nefndum í að rannsaka Joe Biden og Hunter son hans. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína en hafa ekki getað fært neinar sannanir fyrir því og hafa gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Hunter hafði verið sakfelldur fyrir skattsvik og fyrir að ljúga á eyðublaði vegna byssukaupa og var stutt í dómsuppkvaðningu þegar Joe Biden náðaði hann með umfangsmiklum og fordæmalausum hætti. Umrædd náðun spannar ellefu ára tímabil og náðar Hunter Biden af öllum mögulegum alríkis glæpum á því tímabili, ekki eingöngu af skattsvikum og skotvopnalagabrotum sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Tímabil þetta er frá 1. janúar 2014 til og með 1. desember 2024. Við rannsóknir þeirra notuðust Repúblikanar við ásakanir Smirnovs og áður en hann var ákærður fyrir lygar reyndu Repúblikanar ítrekað að fá vitnisburð hans birtan opinberlega. Það var þrátt fyrir að forsvarsmenn FBI vöruðu þá við því að Smirnov gæti verið að ljúga. Sjá einnig: Uppljóstrari FBI ákærður fyrir lygar um Hunter og Joe Biden Repúblikanar lýstu honum þó sem „trúverðugu“ vitni og reyndu að þvinga FBI til að birta ummæli hans opinberlega.
Bandaríkin Joe Biden Rússland Erlend sakamál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent