Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2024 18:16 Jamie Foxx lenti í því miður óheppilega atviki að glasi var grýtt í andlit hans þegar hann var að fagna afmæli sínu á veitingastað á föstudag. Getty Óprúttinn aðili henti glasi í munn leikarans Jamie Foxx á 57 ára afmæli hans á föstudag. Sauma þurfti spor í andlit leikarans eftir atvikið en Foxx sjálfur segist þó of lánsamur til að stressa sig á málinu. Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira