Handbolti

Að­eins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM

Sindri Sverrisson skrifar
Henny Reistad er algjör lykilmaður í liði Noregs og fulltrúi liðsins í stjörnuliði EM.
Henny Reistad er algjör lykilmaður í liði Noregs og fulltrúi liðsins í stjörnuliði EM. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Það er kannski til marks um þá miklu liðsheild sem Þórir Hergeirsson hefur skapað hjá norska landsliðinu að aðeins einn fulltrúi er úr liðinu í stjörnuliði EM kvenna í handbolta sem kynnt var í dag.

Mótinu lýkur með úrslitaleik Noregs og Danmerkur klukkan 17 í dag, en áður mætast Frakkland og Ungverjaland í leik um bronsverðlaunin.

Ungverjar, einn af þremur gestgjöfum EM, eiga flesta fulltrúa í stjörnuliðinu eða þrjá. Danir eiga tvo, en Frakkar, Slóvenar, Svartfellingar og Norðmenn einn hver. Fulltrúi Noregs er miðjumaðurinn magnaði Henny Reistad.

Flestir meðlimir stjörnliðsins eru úr liðunum fjórum sem komust í undanúrslit, en Svartfjallaland og Slóvenía féllu út í milliriðlakeppninni. Ísland var með á mótinu í fyrsta sinn í tólf ár og endaði í 16. sæti.

Stjörnulið EM

Vinstra horn: Emma Friis, Danmörku

Vinstri skytta: Tjaša Stanko, Slóveníu

Miðjumaður: Henny Reistad, Noregi

Hægri skytta: Katrin Klujber, Ungverjalandi

Hægra horn: Viktória Győri-Lukács, Ungverjalandi

Línumaður: Tatjana Brnovic, Svartfjallalandi

Markvörður: Anna Opstrup Kristensen, Danmörku

Varnarmaður: Pauletta Foppa, Frakklandi

Ungi leikmaður: Petra Simon, Ungverjalandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×