Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2024 20:05 Halldór (t.v.) og Birgir Þór með Stafnes harðfisk, sem þeir hafa varla undan við að framleiða og pakka því vinsældir hans eru svo miklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinir á besta aldri í Sandgerði, sem hafa meira og minna unnið við fiskvinnslu alla sína ævi rak í rogastans eftir að þeir byrjuðu að framleiða harðfisk hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda hafa félagarnir ekki undan við að framleiða fiskinn. Hér erum við að tala um vinina og samstarfsfélagana Halldór Ármannsson og Birgir Þór Guðmundsson hjá fyrirtækinu B.Júl, sem er með flotta aðstöðu við Sjávargötu 1 í Sandgerði fyrir fiskvinnslu og harðfiskverkun. Harðfiskurinn heitir Stafnes harðfiskur og er smáýsa, sem veiðist af línubátum út af Sandgerði og Stafnesi. „Hráefnið er lykilatriðið, að þú fáir gott hráefni og svo bara meðhöndlunin á fiskinum, að þú farir alltaf sama ferlið,“ segir Halldór Ármannsson, eigandi Stafnes harðfisks framleiðslunnar. Halldór segir að það sé ótrúlega mikil vinna í kringum harðfiskinn. „Já, já, þetta er svona föndur eins og við segjum eða svona dund. Þú þarft svolítið að átta þig á hvað þú ert með í höndunum, þetta er lifandi hráefni og það er ekkert sama hvernig meðferðina er á þessu og hvernig er farið með það,“ segir Halldór og bætir við. „Þú færð ekkert hollari vöru en harðfisk, hérna erum við bara með fisk, þurrefnið sem verður eftir og pínulítið salt, sem fiskinum er dýft í og það er náttúrulega mjög náttúrulegt þannig lagað, þannig að það er ekkert aukaefni eða neitt, sem er í þessu að öðru leyti.” Hér eru Halldór og Birgir Þór að valsa fiskinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og harðfiskur með vel af smjöri, er það ekki það besta? „Jú, jú, er það ekki Keto alveg út í eitt í dag, það er það besta, sem menn ættu að fá,” segir Halldór. Halldór segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar félagarnir byrjuðu á harðfiskverkuninni hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda seljist hann eins og heitar lummur þrátt fyrir að mörgum þyki fiskurinn dýr. Harðfiskurinn er unnin úr smáýsu, sem veiðist út af Sandgerði og Stafnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Sjá meira
Hér erum við að tala um vinina og samstarfsfélagana Halldór Ármannsson og Birgir Þór Guðmundsson hjá fyrirtækinu B.Júl, sem er með flotta aðstöðu við Sjávargötu 1 í Sandgerði fyrir fiskvinnslu og harðfiskverkun. Harðfiskurinn heitir Stafnes harðfiskur og er smáýsa, sem veiðist af línubátum út af Sandgerði og Stafnesi. „Hráefnið er lykilatriðið, að þú fáir gott hráefni og svo bara meðhöndlunin á fiskinum, að þú farir alltaf sama ferlið,“ segir Halldór Ármannsson, eigandi Stafnes harðfisks framleiðslunnar. Halldór segir að það sé ótrúlega mikil vinna í kringum harðfiskinn. „Já, já, þetta er svona föndur eins og við segjum eða svona dund. Þú þarft svolítið að átta þig á hvað þú ert með í höndunum, þetta er lifandi hráefni og það er ekkert sama hvernig meðferðina er á þessu og hvernig er farið með það,“ segir Halldór og bætir við. „Þú færð ekkert hollari vöru en harðfisk, hérna erum við bara með fisk, þurrefnið sem verður eftir og pínulítið salt, sem fiskinum er dýft í og það er náttúrulega mjög náttúrulegt þannig lagað, þannig að það er ekkert aukaefni eða neitt, sem er í þessu að öðru leyti.” Hér eru Halldór og Birgir Þór að valsa fiskinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og harðfiskur með vel af smjöri, er það ekki það besta? „Jú, jú, er það ekki Keto alveg út í eitt í dag, það er það besta, sem menn ættu að fá,” segir Halldór. Halldór segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar félagarnir byrjuðu á harðfiskverkuninni hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda seljist hann eins og heitar lummur þrátt fyrir að mörgum þyki fiskurinn dýr. Harðfiskurinn er unnin úr smáýsu, sem veiðist út af Sandgerði og Stafnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Sjá meira