Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar 14. desember 2024 14:32 Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings. Þar fæðast dýr og fuglar innan veggja iðnaðar sem enginn fær að sjá nema eigendur og starfsfólk þess. Þessi dýr hafa hvorki málsvara né rödd til að verja rétt sinn til lífs sem er þess virði að lifa, og valfrelsi þeirra er ekkert. Tökum svínin sem dæmi: Lífið sem þau eiga, fjarri dagsljósi og fersku lofti, í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi í þröngum stíum er eitthvað sem enginn myndi bjóða nokkurri lifandi vitsmunaveru ef væri ekki nema í nafni verksmiðjubúskapar en þar fer framleiðslumagn og hagnaður ofar velferð og líðan dýranna. Ónàttúrulegar aðstæður á hörðu undirlagi, í eigin saur og einhæfu umhverfi veldur dýrunum mikilli vanlíðan og jafnvel svo að þau verða vitstola vegna vanörvunar umhverfisins ásamt inniveru í hávaða og menguðu lofti allt sitt líf. Svín hafa ríka þörf fyrir að fá að róta í mold og jarðvegi með trýninu og ef umhverfi þeirra er ekki skapað til að mæta þeirri náttúrulegu þörf, er hætta á óæskilegri hegðun sökum streitu og vanlíðan. Þessi vanlíðan og depurð kemur meðal annars fram í því að dýrin naga rófurnar og jafnvel eyrun hvert af öðru. Samkvæmt reglugerð um velferð svína frá árinu 2014 sem Matvælastofnun annast eftirlit með, er meðal annars gerð sú làgmarkskrafa að ávallt skal tryggja öllum svínum aðgengi að nægilegum hálmi eða öðru efni sem gerir þeim kleift að róta í eða krafsa auk lágmarkskröfu um pláss fyrir hvert svín. Helstu svínabú landsins hafa því miður ekki fylgt umræddri reglugerð, og fleiri ákvæði hennar hafa einnig verið brotin. Eftirlitsstofnunin hefur ekki rækt eftirlitshlutverk sitt og engin viðurlög virðast vera til staðar. Rannsóknir sýna að svín búa yfir vitsmunum á við þriggja ára barn, sem gerir þau í raun greindari en hundar og önnur gæludýr. Gætir þú hugsað þér að hafa hundinn þinn eða annað gæludýr innilokað og bundið við bás alla sína ævi ? Dýravelferð varðar okkur öll, hvort sem við neytum kjöts eða ekki. Ég vil hvetja þig, kæri lesandi, til að taka meðvitaðar ákvarðanir sem endurspegla umhyggju fyrir lífi og velferð dýranna. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar