Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 19:13 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir héldu blaðamannafund í dag um stjórnarmyndunarviðræður. vísir/einar „Ég myndi vísa þessu á Bjarna Benediktsson, hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð og félagar hans.“ Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins á blaðamannafundi í dag. Þar svaraði hún ummælum Bjarna Benediktssyni sem tjáði mbl.is í dag að hann teldi formennina búna að „pakka í vörn“. „Hún er búin að pakka í vörn með því að senda út skilaboð um það að staðan sé nú kannski miklu erfiðari og kannski sé þetta miklu flóknara og kannski þurfi mjög miklar málamiðlanir,“ er haft eftir Bjarna. Sigurður Ingi tók í svipaðan streng í samtali við fréttastofu í dag, þar sem hann sagði tölur um verri ríkisafkomu næstu ára hafa legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Auðvelt væri að framreikna þær tölur. „Ég tek hundrað prósent undir það hjá Ingu, þetta er afkoma sem við höfum ekki snert,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Þetta eru þeirra fjárlög, sem þau samþykktu með þessum hætti. Þetta er þeirra bú, sem þau eru að skilja við með þessum hætti. Við erum bara meðvituð um hvaða búi við erum að taka. Þannig spurningin ætti frekar að beinast að starfandi starfsstjórn og fyrri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þau hafi ekki haldið betur utan um hlutina? Við erum einfaldlega að vitna í staðreyndir sem birtust á vefsíðu fjármálaráðuneytis. Þetta er ekki mat, ekki skoðun, þetta eru staðreyndir máls. Við, þessi hópur, kannski ólíkt fyrri ríkisstjórnum, tekur þessari stöðu alvarlega, en við erum samt jákvæðar á að það sé hægt að vinna vel úr því. Þess vegna erum við að leggja á okkur alla þessa vinnu, í staðinn fyrir að setja saman bara samsuðu af orðum, sem við getum ekki staðið við,“ sagði Kristrún ennfremur. Þær stefna á að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Nánar um það hér: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins á blaðamannafundi í dag. Þar svaraði hún ummælum Bjarna Benediktssyni sem tjáði mbl.is í dag að hann teldi formennina búna að „pakka í vörn“. „Hún er búin að pakka í vörn með því að senda út skilaboð um það að staðan sé nú kannski miklu erfiðari og kannski sé þetta miklu flóknara og kannski þurfi mjög miklar málamiðlanir,“ er haft eftir Bjarna. Sigurður Ingi tók í svipaðan streng í samtali við fréttastofu í dag, þar sem hann sagði tölur um verri ríkisafkomu næstu ára hafa legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Auðvelt væri að framreikna þær tölur. „Ég tek hundrað prósent undir það hjá Ingu, þetta er afkoma sem við höfum ekki snert,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Þetta eru þeirra fjárlög, sem þau samþykktu með þessum hætti. Þetta er þeirra bú, sem þau eru að skilja við með þessum hætti. Við erum bara meðvituð um hvaða búi við erum að taka. Þannig spurningin ætti frekar að beinast að starfandi starfsstjórn og fyrri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þau hafi ekki haldið betur utan um hlutina? Við erum einfaldlega að vitna í staðreyndir sem birtust á vefsíðu fjármálaráðuneytis. Þetta er ekki mat, ekki skoðun, þetta eru staðreyndir máls. Við, þessi hópur, kannski ólíkt fyrri ríkisstjórnum, tekur þessari stöðu alvarlega, en við erum samt jákvæðar á að það sé hægt að vinna vel úr því. Þess vegna erum við að leggja á okkur alla þessa vinnu, í staðinn fyrir að setja saman bara samsuðu af orðum, sem við getum ekki staðið við,“ sagði Kristrún ennfremur. Þær stefna á að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Nánar um það hér:
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira