Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 14:01 Már Egilsson, heimilislæknir, (t.v.) varar við því að horfið verði aftur til fortíðar og augljósra hagsmunaárekstra ef lyfjafræðingar fá heimild til þess að skrifa upp á lyf. Vísir Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna. Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn. Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn.
Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira