Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 12:06 Róbert Wessmann er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að eignahaldsfélagið Flóki Invest, sem sé hluti af Aztiq samstæðunni, stofnanda og stærsta hluthafa Alvotech, og fasteignafélagið Heimar hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og starfrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið sé að hver leikskóli taki á móti 50 til 100 börnum. Staðsetning skólanna verði ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum. Heimar muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem hýsa leikskólana, en Flóki Invest muni afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og annast rekstur leikskólanna. 300 starfsmenn með börn í leikskóla Í tilkynningu segir að Alvotech eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólamöguleikum hafi áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 manns starfi fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af séu um 300 starfsmenn með börn í leikskóla, stærstur hluti þeirra í Reykjavík. „Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, en verkefnið er einnig hugsað sem hluti af samfélagslegri ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfið. Aukið framboð af leikskólaplássum getur leyst sameiginlegan vanda og léttir undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.“ Reynsla Heima nýtist Alvotech Samkomulagið hafi verið undirritað af Jóhanni G. Jóhannssyni, eins af stofnendum Flóka Invest og Alvotech og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. „Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ er haft eftir Jóhanni. „Við hjá Heimum sjáum nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla og erum mjög spennt að geta nýtt reynslu okkar fyrir starfsfólk Alvotech og börnin þeirra,“ er haft eftir Halldóri Benjamín. Ekki eina fyrirtækið sem tekur málin í eigin hendur Svo virðist sem skortur á leikskólaplássum sé farinn að bíta hressilega hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar Arion banki tilkynnti starfsmönnum sínum að daggæsla fyrir börn starfsmanna yrði opnuð í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Alvotech Leikskólar Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að eignahaldsfélagið Flóki Invest, sem sé hluti af Aztiq samstæðunni, stofnanda og stærsta hluthafa Alvotech, og fasteignafélagið Heimar hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og starfrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið sé að hver leikskóli taki á móti 50 til 100 börnum. Staðsetning skólanna verði ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum. Heimar muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem hýsa leikskólana, en Flóki Invest muni afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og annast rekstur leikskólanna. 300 starfsmenn með börn í leikskóla Í tilkynningu segir að Alvotech eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólamöguleikum hafi áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 manns starfi fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af séu um 300 starfsmenn með börn í leikskóla, stærstur hluti þeirra í Reykjavík. „Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, en verkefnið er einnig hugsað sem hluti af samfélagslegri ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfið. Aukið framboð af leikskólaplássum getur leyst sameiginlegan vanda og léttir undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.“ Reynsla Heima nýtist Alvotech Samkomulagið hafi verið undirritað af Jóhanni G. Jóhannssyni, eins af stofnendum Flóka Invest og Alvotech og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. „Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ er haft eftir Jóhanni. „Við hjá Heimum sjáum nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla og erum mjög spennt að geta nýtt reynslu okkar fyrir starfsfólk Alvotech og börnin þeirra,“ er haft eftir Halldóri Benjamín. Ekki eina fyrirtækið sem tekur málin í eigin hendur Svo virðist sem skortur á leikskólaplássum sé farinn að bíta hressilega hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar Arion banki tilkynnti starfsmönnum sínum að daggæsla fyrir börn starfsmanna yrði opnuð í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, í samtali við fréttastofu á sínum tíma.
Alvotech Leikskólar Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05