Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 12:06 Róbert Wessmann er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að eignahaldsfélagið Flóki Invest, sem sé hluti af Aztiq samstæðunni, stofnanda og stærsta hluthafa Alvotech, og fasteignafélagið Heimar hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og starfrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið sé að hver leikskóli taki á móti 50 til 100 börnum. Staðsetning skólanna verði ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum. Heimar muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem hýsa leikskólana, en Flóki Invest muni afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og annast rekstur leikskólanna. 300 starfsmenn með börn í leikskóla Í tilkynningu segir að Alvotech eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólamöguleikum hafi áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 manns starfi fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af séu um 300 starfsmenn með börn í leikskóla, stærstur hluti þeirra í Reykjavík. „Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, en verkefnið er einnig hugsað sem hluti af samfélagslegri ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfið. Aukið framboð af leikskólaplássum getur leyst sameiginlegan vanda og léttir undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.“ Reynsla Heima nýtist Alvotech Samkomulagið hafi verið undirritað af Jóhanni G. Jóhannssyni, eins af stofnendum Flóka Invest og Alvotech og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. „Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ er haft eftir Jóhanni. „Við hjá Heimum sjáum nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla og erum mjög spennt að geta nýtt reynslu okkar fyrir starfsfólk Alvotech og börnin þeirra,“ er haft eftir Halldóri Benjamín. Ekki eina fyrirtækið sem tekur málin í eigin hendur Svo virðist sem skortur á leikskólaplássum sé farinn að bíta hressilega hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar Arion banki tilkynnti starfsmönnum sínum að daggæsla fyrir börn starfsmanna yrði opnuð í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Alvotech Leikskólar Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að eignahaldsfélagið Flóki Invest, sem sé hluti af Aztiq samstæðunni, stofnanda og stærsta hluthafa Alvotech, og fasteignafélagið Heimar hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og starfrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið sé að hver leikskóli taki á móti 50 til 100 börnum. Staðsetning skólanna verði ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum. Heimar muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem hýsa leikskólana, en Flóki Invest muni afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og annast rekstur leikskólanna. 300 starfsmenn með börn í leikskóla Í tilkynningu segir að Alvotech eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólamöguleikum hafi áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 manns starfi fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af séu um 300 starfsmenn með börn í leikskóla, stærstur hluti þeirra í Reykjavík. „Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, en verkefnið er einnig hugsað sem hluti af samfélagslegri ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfið. Aukið framboð af leikskólaplássum getur leyst sameiginlegan vanda og léttir undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.“ Reynsla Heima nýtist Alvotech Samkomulagið hafi verið undirritað af Jóhanni G. Jóhannssyni, eins af stofnendum Flóka Invest og Alvotech og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. „Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ er haft eftir Jóhanni. „Við hjá Heimum sjáum nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla og erum mjög spennt að geta nýtt reynslu okkar fyrir starfsfólk Alvotech og börnin þeirra,“ er haft eftir Halldóri Benjamín. Ekki eina fyrirtækið sem tekur málin í eigin hendur Svo virðist sem skortur á leikskólaplássum sé farinn að bíta hressilega hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar Arion banki tilkynnti starfsmönnum sínum að daggæsla fyrir börn starfsmanna yrði opnuð í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, í samtali við fréttastofu á sínum tíma.
Alvotech Leikskólar Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05