Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 10:57 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra, í það minnsta þessa stundina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að sér þætti skemmtilegt að sitja í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur flokkum“. Þar vísar hann til Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem funda nú stíft um myndun ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til fundar á Hverfisgötu í morgun en ekki er loku fyrir það skotið að fundurinn verði sá síðasti hjá stjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur látið hafa eftir sér að hún sé vongóð og stjórnarmyndun fyrir áramót. Verði af því verður Bjarni áfram eini forsætisráðherrann í sem flytur ekki áramótaávarp í Ríkisútvarpinu, síðan forsætisráðherrar hófu að gera það. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Bjarna að loknum fundi. Það kom frétt í gær um að stjórn yrði jafnvel mynduð um helgina, heldur þú að þetta verði síðasti fundur þessarar starfsstjórnar? „Ég veit ekkert um það. Sagan geymir alls konar dæmi um það hvernig svona hlutir geta þróast. Við skulum bara sjá til, við fundum bara þegar þörf krefur og höfum verið að funda einu sinni í viku núna,“ segir Bjarni glaður í bragði. Tekur því rólega á næstunni Bjarni segist munu taka því rólega á næstunni, jólafrí sé framundan og framhaldið ráðist af því hvernig úr stjórnarmyndunarviðræðunum spilast. „Ef fram heldur sem horfir, að það verði mynduð hérna ný ríkisstjórn, þá fer ég bara inn í jólin eins og aðrir Íslendingar og ætla að koma síðan ferskur inn í nýtt ár.“ Tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu Bjarni segist tilbúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu ef til þess kemur. Sjálfstæðismenn koma saman á landsfundi í febrúar og því hefur verið velt upp að líklega taki nýr formaður við, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn. Þannig að þú ert tilbúinn að leiða flokkinn í stjórnarandstöðu, allavega fyrstu mánuðina í það minnsta? „Ég held að það væri mjög gaman að gera það. Það væri mjög gaman að sitja í stjórnarandstöðu gegn þessum þremur flokkum og halda þeim við efnið á næstu árum. Það væri mjög skemmtilegt verkefni.“ Væri það krefjandi verkefni? „Ég held að það væri fyrst og fremst gaman. Það er auðvitað krefjandi að standa sig í vinnunni fyrir landsmenn sem hafa veitt manni stuðning. Það er alltaf krefjandi en mikil sóknarfæri líka. Ef það verður okkar hlutskipti núna á þessu kjörtímabili sem er nýhafið, að vera í stjórnarandstöðu, þá munum við gera það allra besta úr því.“ Landsmenn verði miður sín Þá segir Bjarni að hann geri ráð fyrir því að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokksins verði af myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. „Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira