Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifa 13. desember 2024 08:32 Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun