Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2024 08:00 Lúðvík Pétursson lést þann 10. janúar síðastliðinn í vinnuslysi þegar hann var við sprungufyllingar í Grindavík. Vísir „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira