Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar 12. desember 2024 15:32 Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun