Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson, Margrét Helga Ögmundsdóttir og Erna Magnúsdóttir skrifa 12. desember 2024 15:01 Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar