„Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 07:26 Arnar Gunnlaugsson og tíu mánaða dóttir hans mættu saman í viðtal fyrir leik Víkings við Djurgården. Stöð 2 Sport Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn