Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir að bifreið í eigu þess sem leitað er að hafi fundist við Tálknafjörð síðdegis og miðast leitin því við það svæði.
Nánustu aðstandendur séu upplýstir um málið en ekki sé unnt að gefa frekari upplýsingar á þessu stigi.