Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið að koma aftur til Ís­lands“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samantha Rose Smith var frábær með Blikum á síðasta tímabili.
Samantha Rose Smith var frábær með Blikum á síðasta tímabili. Vísir/Diego

Bandaríski sóknarmaðurinn Samantha Rose Smith hefur gengið frá samningi við Breiðablik út næsta tímabil og spilar því áfram með Kópavogsliðinu í Bestu deild kvenna sumarið 2025.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Blika sem urðu Íslandsmeistarar í haust. Smith spilað síðustu sjö leiki liðsins og var með níu mörk og sjö stoðsendingar í þeim. Það var innkoma sem verður talað lengi um en eftir komu hennar voru Blikarnir langöflugasta sóknarlið landsins.

Smith er spennt fyrir því að koma aftur til Íslands og hún sendi skilaboð til stuðningsmanna Blika í gegnum samfélagsmiðla Breiðabliks.

„Hæ stuðningsmenn Breiðabliks. Ég er svo spennt fyrir því að hafa framlengt samning minn í eitt tímabil í viðbót við besta félagið í landinu,“ sagði Samantha.

„Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands og halda skildinum þar sem hann á heima,“ sagði Samantha á ensku en endaði svo á íslensku: „Áfram Breiðablik.“


Tengdar fréttir

Verður áfram í grænu næsta sumar

Samantha Rose Smith verður áfram með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð. Þetta eru risastórar fréttir fyrir komandi fótboltasumar hér á landi.

Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði

„Þetta var markmið okkar alveg frá því að ég tók við liðinu á síðasta ári ,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, sem var gestur í lokaþætti Bestumarka kvenna eftir að ljóst varð að Blikar höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.

„Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“

„Guð minn góður, þetta var mjög stressandi. Við héldum áhorfendum á tánum, þetta var tæpur leikur en ég er svo ánægð með að hafa haldið út“ sagði Íslands- og Lengjudeildarmeistarinn Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks á láni frá FHL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×