Lífið

Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægi­síðu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
safa (1)

Re­bekka Rafns­dótt­ir, kvik­mynda­gerðarkona og rithöfundur, hefur sett fallega hæð við Ægisíðu á sölu. Um er að ræða 174 fermetra hæð í húsi sem var byggt árið 1952 og steinað meðal annars með íslenskri hrafntinnu. 

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár á vandaðan máta . Mikið var lagt upp úr því að opna íbúðina til þess að útsýnið yfir hafið og birtan næði að flæða sem víðast um íbúðina.

Stofa og borðstofa renna saman í opnu og rúmgóðu rými, umvafið ljósum litatónum. Frá borðstofu er útgengt á rúmgóðar svalir í suðvestur.

Eldhúsið, er opið við stofu og borðstofu, prýtt stílhreinni svartri innréttingu með góðu vinnuplássi. Fyrir miðju rýminu er veglegur skorteinn með möguleika á að setja arinn.

Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru á hæðinni, þar af eitt með sjávarútsýni. Auk þess er fjórða svefnherbergið á jarðhæð hússins.

Sjá nánar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.